Hefur mikið verið gert fyrir eldri borgara?

Ég var á fundi með nokkrum þingmönnum Samfylkingarinnar um málefni aldraðra.Þeir röktu umbætur,sem ríkisstjórnin hefði gert í þágu aldraðra á kjörtímabilinu og töldu að gífurlega mikið hefði verið  gert,tekist hefði að fá mikla fjármuni í þennan málaflokk.Á meðan ég hlustaði á öll afrekin,sem unnin hefðu verið í þágu aldraðra var ég að hugsa hvort ég væri of kröfuharður fyrir hönd eldri borgara,þegar ég gerði kröfu til þess að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður   í áföngum í sem svaraði neysluútgjöldum samkvæmt könnun Hagstofunnar  en það var á stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir kosningar. Það hefur vissulega verið mikið gert til þess að bæta kjör þeirra eldri borgara,sem eru á vinnumarkaðnum,  t.d.100 þús. kr. frítekjumark á mánuði sett.En fyrir þá,sem hættir eru   að vinna hefur  lítið verið gert,aðallega  ákveðin örlítil uppbót á eftirlaun þeirra,sem ekki eru í lífeyrissjóði. Það eru 25 þús. krónurnar,sem samþykktar voru á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og urðu að 8 þús. kr. eftir skerðingar og skatta.Ég tel,að forgangsröðin  hafi verið röng. Það átti að byrja á því að bæta kjör þeirra,sem hættir eru að vinna.Kjör þeirra eru verri en hinna sem eru á vinnumarkaði. Síðan ( eða samhliða) átti að draga úr  tekjutengingum.

Er ekki komin tími til þess að byrja að leiðrétta kjör þeirra  lífeyrisþega,sem látið hafa af störfum.Sú leiðrétting hefur enn ekki hafist. Gliðnunin hefur enn aukist

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sammála þér, Björgvin. Ef gamlir hafa ekki komið sér upp einhverjum varasjóði er þeim gert að lepja dauðann úr skel -- og ef þeir hafa komið sér upp varasjóði er hann skipulega látinn skerða hungurlúsina sem allir eiga að fá sem aumingjastyrk frá TR, hafandi þó alla starfsævi borgað skilvíslega í þann sjóð í þeirri trú að réttlátlega yrði úr honum skammtað í fyllingu tímans.

Sigurður Hreiðar, 10.9.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Kærar þakkir Björgvin fyrir að leyfa okkur að fylgjast með aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart kjörum aldraðra þ.e.8.þúsund eftir skerðingar og skatta þ.e uppbótin á eftirlaun þeirra sem ekki voru í lífeyrissjóði. .Hafi tími Jóhönnu Sigurðard.einhvern tímann komið,þá er hann löngu liðinn.

Kristján Pétursson, 10.9.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband