Ljósmæður fái sömu laun og aðrir háskólamenntaðir menn með sambærilega menntun

Engin niðurstaða fékkst á fundi fulltrúa ljósmæðra og fjármálaráðuneytisins í dag. Verkfall ljósmæðra stendur því áfram til miðnættis. Nýr fundur er boðaður klukkan 13 á mánudag og leysist deilan ekki hefst nýtt tveggja sólarhringa verkfall miðvikudaginn 17. september. (mbl.is)

Ljósmæður eru á lægra kaupi en hjúkrunarfræðingar enda þótt þær hafi 2 ja ára meiri menntun.Það gengur ekki. Ljósmæður vilja fá sömu laun og aðrir háskólamenntaðir menn hafa,sem eru með sambærilega menntun.Þetta eru sanngjarnar kröfur og það ætti að vera auðvelt fyrir ríkið að ganga að þeim.Í stjórnarsáttmálanum stendur að bæta eigi kjör kvennastétta. Í lögum stendur að greiða eigi sömu laun fyrir sömu vinnu án tillits til kyns.Ljósmæður hafa því allt með sér í þessari deilu,menntun,stjórnarsáttmálann,lögin um launajafnrétti og  Jóhanna Sigurðardóttir,jafnréttisráðherra hefur lýst stuðningi við ljósmæður.Það verður því að semja strax.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Árangurslaus sáttafundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jú ég heyrði haft eftir ljósmóður að :"okkur þyrfti að vaxa pungur" sagði konan, og því miður er þetta líklega aðalskýringin á að þessi stétt er mun tekjulægri en t.d. dýralæknar. Hins vegar fjölgar konum ört í þeirri stétt, þannig að ekki er nema von að ráðherrann hugsi með hryllingi til gamla starfsins, og vilji frekar fara í Landsvirkjun

dísa (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband