Vistrými fyrir aldraða 3360 árið 2007

Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur um stofnanaþjónustu og dagvistir aldraðra árið 2007. Frá árinu 1993 hefur Hagstofan leitað upplýsinga hjá rekstraraðilum. Í desember árið 2007 voru vistrými alls 3.360, þar af voru hjúkrunarrými 2.163 eða 64,4% vistrýma. Á milli áranna 2006 og 2007 fækkar rýmum á dvalar- og/eða hjúkrunarheimilum um 50. Þar af fækkaði dvalarrýmum um 75 en hjúkrunarrýmum fjölgaði um 25. Árið 2007 voru tæp 53% vistrýma á höfuðborgarsvæðinu en rúm 47% annarsstaðar.

Af 3.235 öldruðum sem bjuggu á stofnunum með vistrými fyrir aldraða í desember árið 2007 voru konur tæp 64%. Tæp 10% 67 ára og eldri bjuggu í vistrýmum í desember árið 2007. Þetta hlutfall var tæp 12% á landsbyggðinni en rúm 9% á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2007 voru tæp 24% fólks 80 ára og eldra búsett  í vistrýmum aldraðra. Það á við um 20% karla á þessum aldri og rúm 26% kvenna.(hagstofa.is)

Athyglisvert er,að dvalarrýmum aldraðra fækkar frá 2006 til 2007.Hins vegar fjölgar hjúkrunarrýmum á þessu tímabili um 25.Alls  voru rými fyrir aldraða á dvalarheimilum og hjúkrunarheimilum 3360 í des. 2007.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband