Colin Powell styður Obama

Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn George Bush, styður demókratann Barack Obama í baráttunni fyrir kjöri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Powell lýsti þessu yfir í dag í fréttaskýringaþættinum Meet The Press á sjónvarpsstöðinni NBC.

Powell er fyrrverandi hershöfðingi og yfirmaður bandaríska herráðsins. Hann kveðst vera andvígur hernaðaraðgerðum Bandaríkjamanna í Írak. Þær hófust meðan hann gegndi ennþá embætti utanríkisráðherra.(ruv.is)

Það er mjög mikilvægt fyrir Obama,að fá stuðning Powells. Colin Powell er mikilsmetinn í Bandaríkjunum  en hann sagði af sér sem utanríkisráðherra vegna ágreinings við Bush um stefnuna í utanríkismálum. Var ágreiningurinn m.a. um afstöðuna til innrásarinnar í Írak.Powell er á móti hernaðaragerðum Bandaríkjanna þar.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband