Sökudólgar: Bankastjórnendur,eftirlitsaðilar eða útrásarlið?

Mikið er rætt um það hverjir beri hina raunverulegu ábyrgð á hruni bankanna og fjármálakreppunni hér. Eru það stjórnendur bankanna,eftirlitsaðilar,Seðlabanki og Fjármálaeftirlit eða lántakendur og þá helst þeir sem stóðu að útrásinni.Skiptar skoðanir eru um þetta og litast skoðanir manna nokkuð af afstöðu manna og þá m.a. afstöðu til einstakra útrásaraðila.

Mín skoðun er þessi:Stjórnendur bankanna og eftirlitsaðilar (þar á meðal stjórnvöld) bera höfuðsök.Þeir bera fremur sök en lántakendur.Stjórnendur bankanna áttu ekki að lána út óvarlega og þeir áttu að taka nægilegar og traustar tryggingar.Þeir hafa gætt þess þegar einstaklingar hafa tekið lán og þeir áttu einnig að gæta þess þegar stórir aðilar tóku lán.Það verður alltaf þannig,að einhverjir vilja fá meiri lán  en þeir ráða vel við og þá er það  bankastjórnenda að spyrna við fæti og hafa vit fyrir lántakendum. Síðan átti Seðlabanki og Fjármálaeftirlit að gæta þess að bankarnir tækju ekki of mikil lán erlendis.Í því efni brugðust þessir eftirlitsaðilar gersamlega. Því er þeirra ábyrgð mikil.

Ég er hissa á því hve innlendir bankar lánuðu útrásaraðilum mikið fé. Auðvitað áttu íslensku bankarnir að vísa þessum aðilum á erlenda banka. Þessir aðilar störfuðu fyrst og fremst erlendis og því var eðlilegt að þeir fjármögnuðu starfsemi sína fyrst og fremst erlendis. En íslenskum bönkum hefur veruið of laus höndin til þeirra.Auk þess voru  bankarnir sjálfir alltof mikið í útrás og keyptu erlenda banka í verulegum mæli og fjármögnuðu kaupin með erlendu lánsfé. Seðlabanki horfði sofandi á þetta og önnur stjórnvöld einnig.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjum er að kenna sofandahætti sjórnarinnar, Seðlabanka eða þeirr sem hirtu úr sjóðunum og settu það á reikninga þar sem ekki er hægt að ná í þá. Þetta er öllum að kenn en þó mest þeim sem stálu úr bönkunum. Ef ég er send með 1000 kall út í búð og á að versla fyrir 500 en ég ákveð að stela afgangnum þá er þeað ekki þeim að kenna sem lét mig fá 1000 kallinn. Hafi ég hins vegar gert það áður þá hefði sá er sendi mig í búðina að hafa grun um þetta. Alveg eins og með ráðamenn sem seldu dæmdum fjárglæframanni bankann

Guðrún (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:26

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hverjir voru stærstu eigendurnir? voru það ekki ónefndir útrásarmenn

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.11.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband