Er ekkert gagn í norrænni samvinnu?

Íslendingar hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með Norðurlandaþjóðirnar aðrar en Norðmenn í sambandi við lánsumsókn  Íslands hjá IMF og öðrum þjóðum.Satt best að segja hefur aðeins ein sjálfstæð Norðurlandaþjóð staðið með Íslendingum,þ.e. Norðmenn.Færeyingar hafa einnig staðið með okkur og veitt okkur lán.En allar hinar Norðurlandasþjóðirnar hafa dregið lappirnar og sagt,að fyrst yrði IMF að afgreiða lánið til Íslands en Norðurlandaþjóðirnar vissu,að IMF vildi ekki afgreiða máliðð nema Norðurlandaþjóðirnar væru áður búnar að afgreiða lán til Íslands.Þetta var því einn skollaleikur og  engum hvorki Norðurlandaþjóðunum né IMF  virðist hafa dottið í hug að þessi afstaða væri að stórskaða Ísland eða þá að þeim hefur verið sama.

Til   hvers er þetta norræna samstarf.Er  það fyrir skálaræður og snakkfundi sem enga þýðingu hafa.Þegar til kastanna kemur  verða Norðurlandaþjóðirnar,sem eru í ESB að sitja og standa eins og ESB vill og þær geta ekki eða vilja ekki veita litla  "bróður"  aðstoð   þegar hann er í alvarlegum vandræðum.Það er lítið gagn í Norðurlandaráði í dag.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég hef einmitt verið að velta því sama fyrir mér og hef komist að þeirri niðurstöðu að aðrar þjóðir treysta ekki stjórnvöldum. Ekki frekar en Íslendingar sjálfir. Eins og staðan er núna hafa þeir sem hugsanlega gætu lánað okkur peninga, enga tryggingu fyrir því að fá þá til baka. Þess vegna er það algjört forgangsverkefni að skipta út stjórn Seðlabankans og Ríkisstjórn.

Þóra Guðmundsdóttir, 15.11.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband