800 milljarða lánapakki tilbúinn í vikunni

Haft er eftir Geir Haarde forsætisráðherra í samtali á Bloomberg-fréttaveitunni að lánapakkinn upp á 6 milljarða dollara, eða tæplega 800 milljarða kr. verði tilbúinn í vikunni. Jafnvel að allt sé klappað og klárt þann 19. nóvember n.k..

Það mikið af pakkanum liggi þá fyrir..."til að hægt sé að ljúka samningum," eins og það er haft eftir Geir.

Eins og kunnugt er af fréttum mun Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) taka umsókn Íslands um 2,1 milljarða dollara aðstoð á miðvikudag eða þann 19. nóvember. Hinn hlutinn af lánapakkanum mun að stærstum hluta koma frá Norðurlöndunum. Norðmenn hafa þegar samþykkt 80 milljarða kr. en hin Norðurlöndin bíða ákvörðunnar IMF. Einnig er reiknað með einhverju framlagi frá Evrópusambandinu.

Eins og fram kom í fréttum í gærdag hefur íslenska stjórnin náð samkomulagi við Breta og Hollendinga um Icesave-reikningana. IMF hefur beðið eftir slíku samkomulagi.(ruv.is)

Það er fagnaðarefni,að lánapakkinn upp á   800 milljarða verði tilbúinn í vikunni.Það standa þá vonir til þess,að' unnt verði að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegt horf.Þau hafa verið i lamasessi undanfarið. Gjaldeyris fyrir innflutningi hefur verið  skammtaður. Það er svo komið,að iðnaðarmenn fá ekki nauðsynlegt efni til þess að vinna með og hefur vinna stöðvast af þeim sökum. Margt fleira hefur vantað. Þess vegna er lífsnauðsyn að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegt horf.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband