Jafnréttislög brotin í nýju bönkunum

Sif Friðleifsdóttir þingmaður  spurði fjármálaráðherra hvað gert hefði verið til þess að tryggja jafnrétti kynjanna í nýju bönkunum.Í svari ráðherra kom fram,að ekkert hefði verið gert.Bankastjórar og bankaráð ættu að fara að lögum. Sif sagði dæmi til þess,að karlmaður væri á tvöföldum launum konu í sama starfi í banka.Hún rakti skipan  fólks í stjórnunarstöður í bönkunum og samkvæmt því eru margfalt fleiri karlar en konur í þessum stöðum. Það er því ljóst,að lög um jafnrétti kynjanna eru þverbrotin í  nýju bönkunum,bæði að því er varðar laun og stöðuveitingar.Það er ekki nóg að setja lög. Það þarf að framfylgja þeim.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband