Forstjórar lífeyrisssjóðanna hafa tekið þátt í launaruglinu.Sá hæsti með 2,5 millj.á mán.

Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið 10% lækkun launa hjá stjórnarmönnum sjóðsins og æðstu stjórnendum frá næstu áramótum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins áforma stjórnir nokkurra helstu lífeyrissjóða einnig launalækkun en tölur hafa ekki verið ákveðnar. Forstjórar stærstu lífeyrissjóða landsins hafa verið með 20-30 milljónir króna í árslaun. Hæstu launin fékk Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, tæpar 30 milljónir króna, eða um 2,5 milljónir á mánuði á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Gildis, Árni Guðmundsson, var með 21,5 milljónir króna en 10% lækkun á því nemur rúmum 2 milljónum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa laun stjórnenda ekki verið tengd við árangur sjóðanna en raunávöxtun þeirra á síðasta ári var misgóð. Hún var neikvæð um 0,8% hjá stærsta sjóðnum, LSR, og frá 0% til 2,4% hjá fjórum stærstu sjóðum þar á eftir.(mbl.is)

Það er skammarlegt,að forstjórar stærstu lífeyrissjóðanna skuli vera með margföld laun ráðherra í laun á mánuði.Hvers vegna eru ekki þessir menn með 500 þús. á mánuði? Er það ekki nóg,þegar verkamenn hafa 150 þúsund  og þeir sem borga í lífeyrissjóðina og halda kerfinu upp þeir hafa ekki nema 150-300 þús. á mánuði í  laun.Þetta er til skammar og það dugar ekki að lækka launin um 10%.Það  verður að skera þetta rösklega nður.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Laun stjórnenda helstu lífeyrissjóða munu lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband