Árni Mathiesen skiptir um skoðun á ESB

Árni Mathiesen vill að þjóðin fái að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Þetta sagði hann í þættinum Mannamál í kvöld. Árni sagði að sér hefði snúist hugur. Honum hefði hingað til ekki hugnast aðild að bandalaginu í vegna sjávarútvegsins og auðlindastjórnunar. Nú væri hann hinsvegar þeirrar skoðunar að skoða ætti af fullri alvöru aðild að ESB.

Mikið hefur verið rætt undanfarna daga um yfirvofandi hrókeringar í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar. Fréttastofa RÚV hafði í kvöld eftir heimildarmönnum að meðal annars ætti að skipta Árna út, líklega fyrir Kristján Þór Júlíusson. Árni sagðist ekkert kannast við málið.

Sögusagnir þess efnis að Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra ætli að bjóða sig fram gegn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins telur Árni ekki réttar. Hann sagðist ekki eiga von á því að nokkur færi gegn Geir H. Haarde eða Þorgerði á landsfundi flokksins í janúar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband