ASÍ:Dregið verði úr niðurskurði elli-og örorkulífeyris.Tekjujöfnun aukin

Miðsjórn ASÍ ályktaði um fjárlagafrumvarpið á síðasta fundi sínum á árinu í gær. Þar voru, auk tillögu um að dregið verði úr niðurskurði elli- og örorkulífeyris, lagðar fram eftirfarandi tillögur sem miðstjórn ASÍ telur nauðsynlegt að gerðar verði breytingar a ef skapast á ásættanlegur grundvöllur að gerð komandi kjarasamninga: 

  • Unnið verði á næstu vikum að tillögum um það hvernig auka megi tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins.
  • Sett verði lög um greiðsluaðlögun sem heimili niðurfærslu og skilmálabreytingu á húsnæðisskuldum heimilanna.
  • Stofnaður verði Bjargráðasjóður heimilanna til að auðvelda niðurfærslu húsnæðisskulda.
  • Settur verði starfshópur með fulltrúum byggingarmanna til að fara yfir verklegar framkvæmdir og forgangsraða mannaflsfrekum framkvæmdum.
  • Ráðherrar, þingmenn og æðstu embættismenn njóti sömu lífeyrisréttinda og aðrir opinberir starfsmenn.
  • Staðið verði við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 17. febrúar 2008.

ASÍ  er mjög óánægt með  niðurskurð  ríkisstjórnarinnar á bótum  lífeyrisþega.En aðeins  fjórðungur þeirra á að fá fullar verðlagsuppbætur en  3/4 eiga að sæta skerðingu,þ.e. fá aðeins 9,6% hækkun í stað 20% eins og verðbólgan segir til um.Ég tek undir með ASÍ.

 

Björgvin Guðmundsson


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband