Forsetinn vill launalækkun

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur sent fjármálaráðherra bréf þar sem hann óskar eftir því að laun sín verði lækkuð í samræmi við lagafrumvarp um kjararáð. Hann vill að laun sín verði lækkuð á sama hátt og laun forsætisráðherra og forseta Alþingis, handhafa forsetavalds. Forsetinn sendi bréfið fyrir helgi en frumvarpið varð að lögum í gær.

„Það bann við skerðingu kjara forseta á kjörtímabili hans sem kveðið er á um í 2. mgr. 9. gr. stjórnarskrárinnar var sett til að vernda forsetann gagnvart löggjafar- og framkvæmdavaldinu. Þetta ákvæði kemur hins vegar ekki í veg fyrir að forsetinn óski sjálfur eftir launalækkun þegar þjóðarhagur kallar á lækkun launa fjölmargra annarra ráðamanna og Alþingi setur lög þar um. Við slíkar aðstæður er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hið sama gildi um forsetann. Því sendi ég yður, hæstvirtur fjármálaráðherra, hér með formlega ósk um slíka sambærilega lækkun launa forseta Íslands," segir Ólafur Ragnar í bréfi sínu til ráðherra.(visir.is)

Það er gott,að forsetinn skuli hafa tekið þetta skref. Ótækt er,að laun hans lækki  ekki eins og annarra æðstu embættismanna landsins.Raunar er það undarlegt,að bannað sé að  lækka laun forsetans samkvæmt stjórnarskránni.

 

Björgvin Guðmundsson



 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband