Skera þarf niður um 3 milljarða á Landsspítala

Stjórnendur á Landsspítalanum þurfa að skera niður kostnað um tæpa 3 milljarða á þessu ári, samkvæmt kröfum frá heilbrigðisráðuneytinu. Alls fær stofnunin rúma 30 milljarða á fjárlögum þessa árs. Gert er ráð fyrir að um helmingur þessa sparnaðar komi til með því að lækka launakostnað. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 

Þar kom fram að tillögur og áætlanir um þennan niðurskurð hafi verið kynntar á fundi sem stjórnendur Landspítalans héldu fyrr í vikunni með fulltrúum stéttarfélaga.Í þeim aðgerðum er ráðgert að lækka launakostnað um rúma 2 milljarða. (mbl.is)

Þetta er mikill niðurskurður og erfitt að sjá hvernig hann er framkvæmanlegur.Lækka  þarf laun þeirra,sem hæst hafa launin.Má búast við,að einhver kurr verði  áður en  sú launalækkun  er afstaðin.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband