Íslenskir fjölmiðlar brugðust

Sturla Böðvarsson fyrrv. þingforseti  sagði Á Sprengsandi á Bylgjunni í morgun,að íslenskir fjölmiðlar hefðu brugðist í aðdraganda bankakreppunnar. Þetta sjónarmið hefur komið fram víðar að undanförnu. Fjölmiðlar veittu ekki bönkum og eftirlitsstofnunum nægilegt aðhald.

Þegar BBC átti viðtal við Geir Haarde í þættinum Hard Talk sást hvernig breskir fréttamenn tala við stjórnmálamenn. Það var ekki tekið á Geir með silkihönskum eins og venjan er hér þegar fréttamenn tala við stjórnmálamenn hér.Ég býst við,að breskir fréttamenn tali eins við fulltrúa fjármálafyrirtækja úti. En hér voru fjölmiðlar alveg sofandi í aðdraganda fjármálakreppunnar.Þeir veittu bönkunum ekkert aðhald og þaðan af síður eftirlitsstöfnunum eða stjórnvöldum. Þorvaldur Gylfason og nokkrir aðrir hagfræðingar hömruðu á því,að skuldsetning bankanna erlendis væri orðin alltof mikil en fjölmiðlar gerðu lítið með þessar upplýsingar.Fjölmiðlar sváfu,eftitirlitsstofnanir,sváfu og stjórnvöld sváfu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband