Grunur á,að bankarnir hafi fegrað eignastöðu og afkomu sína

Grunur leikur á um að Kaupþing, Glitnir og Landsbanki hafi vísvitandi birt rangar upplýsingar um virði eigna sinna í árs- og árshlutareikningum til að fela raunverulega stöðu sína.

Vegna þessara grunsemda gerði embætti sérstaks saksóknara húsleitir í höfuðstöðvum endurskoðunarskrifstofanna KPMG og PriceWaterhouseCoopers (PWC) í gærmorgun. Alls tóku 22 þátt í aðgerðunum sem hófust klukkan tíu um morguninn og stóðu frameftir degi.

„Við erum fyrst og fremst að komast að þeim gögnum sem lögð voru til grundvallar við endurskoðun og ársreikningaskil bankanna fyrir hrun,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.

„Annars vegar er þetta afmarkað rannsóknarefni og hins vegar mun þetta hjálpa okkur við rannsókn annarra mála sem eru inni á okkar borði,“ segir Ólafur Þór. Heimildir Morgunblaðsins herma að húsleitirnar hafi farið fram á grundvelli skýrslu fransks endurskoðanda sem unnin var fyrir embætti sérstaks saksóknara.

Sex erlendir sérfræðingar, í tveimur þriggja manna hópum, á sviði endurskoðunar aðstoðuðu við húsleitirnar í gær. Annar hópurinn er franskur og fór hann inn í KPMG. Hinn hópurinn var samansettur af þremur norskum endurskoðendum og leitaði hjá PWC. Embætti sérstaks saksóknara komst í kynni við endurskoðendurna í gegnum Evu Joly og þeir starfa allir samkvæmt samningi við embættið. (mbl.is)

Það er stóralvarlegt mál,ef bankarnir hafa fegrað eignastöðu sína og afkomu.Rannsókn sérstaks saksóknara á því hvort bankarnir hafi brotið af sér í þessu efni mun væntanlega leiða það rétta í ljós.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband