Ójöfnuður hefur aukist meira hér en i Bandarikjunum

  

Umræðan um tekjuskiptinguna á Íslandi og aukinn ójöfnuð heldur áfram. Prófessorar við háskólann deila enn um hvað rétt í því efni. Þeir Þorvaldur Gylfason og Stefán Ólafsson hafa birt greinargóðar ritgerðir um aukinn ójöfnuð á Íslandi  síðustu 12 árin en Hannes Hólmsteinn Gissuarson heldur því fram, að ójöfnuður hafi ekki aukist hér á landi.

 

Ójöfnuður hefur aukist hér um 40-71%

 

 Í ítarlegri grein, sem Stefán Ólafsson prófessor birtir í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla haustið 2006 um aukningu ójafnaðar hér á landi færir hann óyggjandi rök fyrir því, ójöfnuður hafi aukist mun meira hér á landi en í grannlöndum okkar og raunar meira en í Bandaríkjunum, aðalríki auðvaldsskipulagsins. Ójöfnuður hjá fjölskyldum hefur aukist um 40,7% á Íslandi á tímabilinu 1993-2005, þ.e. fyrir skatta. En eftir skatta hefur ójöfnuður á þessu tímabili aukist um 71,4%. er mikið rætt um það hvort réttara miða þessar tölur við tekjur með fjármagsntekjum eða án þeirra. Án fjármagnstekna, eftir skatta, hefur ójöfnuður á umræddu tímabili aukist um 35,8% hér  á  landi. En með fjármagsntekjum, eftir skatta,  hefur ójöfnuður aukist um yfir 70%. Það er því sama hvort miðað er við tekjur með eða án fjármagnstekna: Ójöfnuður hefur aukist mikið.35,8% aukning ójafnaðar er  mjög mikið.

 Þjóðfélag misskiptingar og ójafnaðar   

Á tímabilinu 1979-2001 jókst ójöfnuður um 19,2% í Bandaríkjunum en á tímabilinu 1993-2005 jókst ójöfnuður hér á landi um  rúm 40%. Þessar staðreyndir staðfesta það, sem haldið hefur verið fram, Ísland stefnir hraðbyri ástandinu eins og það er í Bandaríkjunum og fjarlægist velferðarkerfið á Norðurlöndum. Íslensk stjórnvöld hafa með aðgerðum í skattamálum og velferðarmálum skapað hér þjóðfélag misskiptingar og ójafnaðar og það er kominn tími til   snúa við af þeirri braut.

 Hæsta verðlagið og mesta vaxtaokrið 

Þrátt fyrir nokkra lækkun á matvælaverði er Ísland enn með hæsta matvælaverð í Evrópu.Þar veldur mestu hið háa verð á landbúnaðarvörum. Til  þess verði búvara niður þarf fella alveg niður tolla á landbúnaðarvörum.Þá er orðið mjög brýnt lækka vextina og minnka vaxtamuninn. Vextir  hér eru eins og verðlag á matvörum þeir hæstu í Evrópu. Og bankarnir eru svo ósvífnir þeir láta Íslendinga greiða mikið hærri vexti og hærri þjónustugjöld en viðskiptavini sína í bönkum og útibúum sem þeir eiga á hinum Norðurlöndunum. Það væri eðlilegt Íslendingar nytu sömu bankakjara og fólk nýtur á hinum Norðurlöndunum

Við útreikning á ójöfnuði er miðað við breytingu á Gini  ójafnaðarstuðlum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband