Kjósendur refsa Framsókn

Kjósendur refsa Framsókn

 

Nýjar skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtast nú ört. Í gær birti Stöð 2 nýja könnun um fylgi flokkanna í Kraganum. Það,sem vakti athygli við þá könnun, var það, að fylgið hrindi af Framsókn eins og raunar einnig hafði gerst í Suðurkjördæmi  og Norðausturkjördæmi. Í Kraganum fékk Framsókn engan þingmann kjörinn og Sif Friðleifsdóttir komst ekki inn. Hvað er að gerast? Jú,kjósendur ætla að refsa Framsókn fyrir langa íhaldsþjónkun. Í síðustu kosningum 2003 töpuðu báðir stjórnarflokkarnir fylgi en þó íhaldið miklu meira. Það hrundi í 33%. En Íhaldið og Framsókn gáfu kjósendum langt nef 2003 og ákváðu að hanga í valdastólunum þrátt fyrir kosningaúrslitin.Og Framsókn ákvað að styðja íhaldið áfram út á það að fá forsætisráðherrann í stuttan tíma. Þetta var algerlega siðlaust og brot á lýðræðisreglum. Kjósendur  eru nú að refsa Framsókn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Í hverju felst siðleysið og brot á hvaða lýðræðisreglum ert þú að tala um? Minni á að á Íslandi er þingræðisstjórn, sem situr með trausti meirihluta Alþingis. Svona gífuryrði gagnvart heiðarlegum stjórnmálasamtökum eru ekki sæmandi.

Gestur Guðjónsson, 19.4.2007 kl. 10:52

2 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Vil  benda þér á  að  Stjórnin  héllt  velli í  síðustu  kosningum svo  vafasamt  er eð tala um  einhverja  þrjósku í því  sambandi.  Enn fyrir hvað  er verið að refsa  Samfylkingunni   sé ekki betur en  fylgi hennar sé að hrinja  

Gylfi Björgvinsson, 19.4.2007 kl. 10:57

3 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Í kosningunum 2003 tapaði Sjálfstæðisflokkurinn miklu fylgi og fór niður í 33%Framsókn tapaði einnig fylgi þó mikið minna væri en hafa verður í huga í því sambandi , að Framsókn tapaði einnig fylgi í kosningunum 1999. Skilaboð kjósenda í kosningunum 2003 voru alveg skýr. Fylgishrun hjá flokknum sem fór með forustu í stjórninni sýndi,að kjósendur vildu stjórnina frá. En íhald og Framsókn gáfu kjósendum langt nef og ákváðu að sitja áfram þrátt fyrir fylgistapið.Samfylkingin vann stórsigur og átti auðvitað að taka við stjórnartaumunum samkvæmt venulegum lýðræðisreglum og það hefði gerst í öllum öðrum lýðræðisþjóðfélögum Evrópu. Siðleysið fólst í því að hundsa  skilaboð kjósenda. Og siðleysið fólst einnig í samningamakki Halldórs og Davíðs,sem gekk út á það að láta Halldór fá stól forsætisráðherra í stuttan  tíma, ef hann vildi stuðja íhaldið áfram til valda. Það var algert siðleysi. Og það er í raun brot á eðlilegum lýðræðisreglum að semja um að einhver taki við ákveðnu ráðherraembætti eftir ákveðinn tíma. Það á að mynda stjórn eftir kosningar og ganga frá skipan ráðherraembætta þá, sem gilda á út kjörtímabilið,  ef ekki koma óvænt atvik upp á.

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 20.4.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband