Þriðjudagur, 20. mars 2007
Á Ísland að ganga í ESB?
Evrópunefnd Björns Bjarnasonar hefur skilað áliti. Það var Davíð Oddsson, sem skipaði nefndina árið 2004, en þá var hann forsætisráðherra. Mjög lítið bitastætt kemur fram í áliti nefndarinnar. Helsta niðurstaða hennar er sú, að Ísland eigi að auka samstarf við Evrópusambandið (ESB)..Talið er, að EES hafi dugað Íslandi vel. Nefndin bendir á, að Alþingi þyrfti að auka samstarf við ESB og þá fyrst og fremst við þing ESB. Er lagt til, að Alþingi tilnefni fulltrúa til starfa í Brussel til þess að auka tengslin við ESB og fylgjast betur með. Margar skýrslur liggja í utanríkisráðuneytinu um Ísland og ESB og margoft hefur verið bent á nauðsyn þess að auka samstarfið við sambandið. Það kemur því ekkert nýtt fram um það efni hjá Evrópunefnd Björns. Nefndin tekur ekki afstöðu til þess hvort Ísland eigi að ganga í ESB. Einstakir nefndarmenn fjalla hins vegar um það atriði í sérálitum. Þar kemur ekkert nýtt fram. Fulltrúar flokkanna fylgja flokkslínum í því efni.
Minni áhugi í ríkisstjórninni
Er hver er hin raunverulega staða Íslands gagnvart ESB í dag? Er aðild Íslands að ESB frekar á dagskrá í dag en áður? Er eitthvað sem rekur á eftir Íslandi að sækja um aðild? Staða Íslands gagnvart ESB er svipuð og áður.Ekkert hefur breyst.Málið er lítið rætt á Íslandi og ríkisstjórnin er ekki með málið á dagskrá. Ekkert bendir til þess að málið verði kosningamál í vor. Ef eitthvað er þá hefur áhugi innan ríkisstjórnarinnar á ESB-aðild minnkað. Halldór Ásgrímsson hafði mikinn áhuga á aðild að sambandinu en þess áhuga verður lítið vart hjá Jóni Sigurðssyni, eftirmanni Halldórs.
Ísland fylgir Noregi
Mönnum er ljóst, að ef Norðmenn sækja um aðild gerbreytist staðan hjá Íslandi.Við aðild Noregs að ESB eru allar líkur á því, að Evrópska efnahagssvæðið líði undir lok. Af þeim sökum og vegna samkeppnisstöðunnar við Noreg yrði Íslands því að fylgja í fótspor Norðmanna og ganga í ESB.Verkamannaflokkurinn norski ,sem fer með stjórnarforustu í Noregi er fylgjandi aðild að ESB en samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn eru því andsnúnir.Verkamannaflokkurinn verður því að leita samstarfs við hægri flokkinn, ef hann vill koma Noregi í ESB. Það verður ekki á meðan núverandi stjórn situr í Noregi.
Sjávarútvegsmálin eru í veginum
Það eru eins og áður sjávarútvegsmálin, sem helst standa í veginum fyrir aðild Íslands að ESB. Þeir, sem eru fylgjandi aðild að sambandinu telja, að Ísland geti samið um ásættanlega lausn á þeim málum.Andstæðingar aðildar eru öndverðrar skoðunar. Enda þótt mikilvægi sjávarútvegs í þjóðarbúskap Íslands fari minnkandi tel ég, að Ísland verði að halda fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu sinni, eigi landið að ganga í ESB.. Ég er enn ekki sannfærður um að það takist .Sú stefna Samfylkingarinnar að leggja málið undir þjóðaratkvæði er góð. Samkvæmt henni gengur Ísland ekki í ESB án þess að látið sé reyna á samningsmarkmið Íslands í viðræðum við ESB og niðustaða viðræðna lögð í dóm þjóðarinnar.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. mars 2007
Stuðningur Íslands við árásina á Írak var ólögmætur
Fjögur ár eru liðin frá innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak .Hefur innrásinni verið mótmælt um allan heim og þar á meðal hér á landi.Innrásin var brot á alþjóðalögum,þar eð hún var ekki samþykkt í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Ísland studdi innrásina og var á lista hinna staðföstu og viljugu þjóða sem lýstu yfir stuðningi við árás Bandaríkjanna og Bretlands á Írak. Það voru þeir Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, sem ákváðu upp á sitt eindæmi að láta Ísland lýsa yfir stuðningi við árás á annað ríki. Þeir lögðu málið hvorki fyrir ríkisstjórn né alþingi og ekki fyrir utanríkismálanefnd alþingis eins og skylt var samkvæmt lögum og reglum. Þeir tvímenningar brutu lög með því að sniðganga bæði alþingi og ríkisstjórn þegar þeir tóku ákvörðun um að styðja árásina á Írak. Þeir rufu einnig um leið þá stefnu Íslands að fara aldrei með hernaði á hendur öðru ríki en öll ríkin sem voru á lista hinna staðföstu þjóða voru talin aðilar að stríðinu gegn Írak. Margir telja,að þetta athæfi tvímenninganna hafui átt stærsta þáttinn í því að þeir hrökkluðust frá völdum.
Björgvin GuðmundssonStjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. mars 2007
Stuðningur Íslands við árásina á Írak var ólögmætur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. mars 2007
Mbl. vill fá VG í stað Framsóknar í ríkisstjórn
Morgunblaðið hefur um nokkurt skeið hampað Vinstri grænum mikið og hælt Steingrími J. formanni VG. Vakti það mikla athygli, þegar Mbl. birti mikinn hólleiðara um Steingrím daginn, sem landsfundur VG hófst. Það hefur ekki farið fram hjá neinum, að Mbl. hefur verið að leita að nýrri hækju fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stað Framsóknar, þ.e. í ríkisstjórnarsamstarf. Um nokkurt skeið hefur verið ljóst, að Framsókn dygði ekki lengur í hækjuhlutverkið. Framsókn hefur tapað það miklu fylgi á löngu samstarfi við Sjálfstlæðisflokkinn, að ljóst er að Framsókn dugar ekki lengur í þetta hlutverk. Ekki hefur Morgunblaðið þó talað hreint út um það, að æskilegt væri að fá VG í stjórn í stað Framsóknar, ekki fyrr en í gær en þá þótti blaðinu tímabært að tala fullum fetum um þetta baráttumál sitt og allt Reykjavíkurbréfið var lagt undir málið ásamt sæmilegum skammti af svívirðingum um Samfylkinguna. Framsókn kom svo illa út úr síðustu skoðanakönnun, fékk aðeins 6,9%, að Mbl. þótti óhætt að tala hreint út um þetta baráttumál sitt.
Samfylkingin réðist á goðið sjálft!
Í kosningabaráttunni fyrir 4 árum gerði Samfylkingin undir forustu Ingibjargar Sólrúnar harða hríð að Davíð Oddsyni og Sjálfstæðisflokknum. Þessi barátta gaf það góða raun, að Sjálfstæðisflokkunni fékk ekki nema 33 % í kosningunum en Samfylkingin 31%. Það munaði því sáralitlu á flokkunum og um tíma leit út fyrir, að Samfylkingin fengi meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn.Þetta hefur íhaldið aldrei fyrirgefið Samfylkingunni. Síðan þetta gerðist hefur Morgunblaðið rekið stanslausan áróður gegn Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkingunni. Og það virðist hafa verið ákveðið í herbúðum Sjálfstæðisflokksins að láta skriffinna flokksins beina sér fyrst og fremst gegn Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkingunni. Mbl. hefur gegnt lykilhlutverki í þessum áróðursskrifum gegn Samfylkingunni. Ef til vill hefur þessi barátta skilað einhverjum árangri. Sjálfstæðsflokkurinn hefur aldrei fyrirgefið Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkingunni, að sjálft goðið, Davíð, skyldi gagnrýnt svo harðlega sem gert var. Sérstaklega var hin fræga Borgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar tekin fyrir. En allt sem hún sagði í þeirri ræðu hefur komið fram og reynst rétt.
Mbl. er ljóst, að allar horfur eru nú á því að stjórnarandstaðan myndi næstu ríkisstjórn. Allt skal gert til þess að afstýra því og þar virðist vænlegast að beita fyrir VG. En ekki eru neinar horfur á að VG bíti á agnið.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 17. mars 2007
Agnes kemur Geir og Jóni til hjálpar
Morgunblaðið birti athyglisverða forustugrein um auðlindamálið í gær. Þar gagnrýnir blaðið ríkisstjórnina harðlega fyrir að afgreiða ekki breytinguna á stjórnarskránni og setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum inn í stjórnarskrána.Segir Morgunblaðið, að ríkisstjórnin geti ekki kennt stjórnarandstöðunni um lyktir málsins.Þessi leiðari vakti mikla athygli, þar eð það er ekki á hverjum degi sem Morgunblaðið gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega. En ljóst er, að Morgunblaðið hefur fengið bágt fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið Morgunblaðið á beinið. Í dag bregður svo við, að á forsíðu Morgunblaðsins kveður við allt annan tón en í forustugreininni. Þar skrifar Agnes Bragadóttir grein og tekur upp hanskann fyrir ríkisstjórnina og segir ,að lyktir auðlindamálsins séu stjórnarandstöðunni að kenna. Kemur hún með furðulega kenningu um það,að Össur Skarphéðinsson hafi komið með brellu, sem ríkisstjórnin hafi séð við. Þessi kenning Agnesar er óskiljanleg. Jón Sigurðsson formaður Framsóknar tók það hvað eftir annað fram, að það væri ekki á dagskrá að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um auðlindamálið. Það þýðir því ekki að koma eftir á og saka stjórnarandstöðuna um að hafa ekki viljað samstarf við ríkisstjórnina. Sjálfstæðisflokkurinn hafði lítinn áhuga á því að afgreiða auðlindamálið. Framsókn vildi afgreiða það en lét íhaldið semja tillögungreinina, sem var svo óskiljanleg , að allir lögspekingar landsins lögðust gegn henni. Nokkrir þingmenn íhaldsins voru á móti tillögunni. Þegar svo var komið þorði ríkisstjórnin ekki að afgreiða málið án samþykkis stjórnarandstöðunnar. Fyrst vildi stjórnin ekki samráð við stjórnarandstöðuna en þegar allt var komið í óefni átti stjórnarandstaðan að skera stjórnina niður úr snörunni!
Björgvin GuðmundssonFimmtudagur, 15. mars 2007
Góð ræða Ingibjargar Sólrúnar á alþingi
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, flutti mjög góða ræðu í eldhúsdagumræðunum í gærkveldi. Hún lagði mikla áherslu á málefni aldraðra og öryrkja og sagði,að ríkisstjórnin hefði vanrækt að gæta hagsmuna þessara hópa. Ríkisstjórnin hefði hugsað um viðskiptaaðila þjóðfélagsins en gleymt fólkinu í landinu. Ingibjörg Sólrún sagði að leysa þyrfti STRAX vanda aldraðra varðandi rými í hjúkrunarheimilum. Það mál þyldi enda bið. Aldraðir ættu að fá að vinna á vinnumarkaðnum án þess að sæta skerðingu á lífeyri sínum og bæta þyrfi lífeyri aldraðra.Ingibjörg Sólrún gagnrýndi harðlega misskiptinguna og ójöfnuðinn í þjóðfélaginu og sagði, að ný ríkisstjórn yrði að leiðrétta þau mál. Hún gagnrýndi harðlega tillögu formanna stjórnarflokkanna um breytingar á stjórnarskránni og sagði þar um sjónhverfingu að ræða. Stjórnarskráin væri höfð að leiksoppi.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. mars 2007
Stjórnarskráin:Ríkistjórnin beitir blekkingum
Stjórnarandstaðan telur tillögu Geirs Haarde og Jóns Sigurðssonar um breytingu á stjórnarskránni byggða á blekkingu. Það er látið í veðri vaka, að æskilegt sé að setja í stjórnarskrá ákvæði um að fiskimiðin, auðlindin í sjónum, sé þjóðareign.En við þetta ákvæði eru svo margir fyrirvarar í sjálfri tillögunni og greinargerð með henni, að auðlindaákvæðið verður markeysa ein. Formaður Samfylkingarinnar telur lagaákvæðið í lögunum um stjórn fiskveiða öruggara ákvæði en tillöguna um breytingu á stjórnarskránni.Málið snýst um það, að öruggt sé, að þjóðin eigi kvótana og að unnt sé að afturkalla þá hvenær sem þjóðinni hentar og að unnt sé að innheimta nægilega hátt auðlindagjald fyrir þá. Ef þetta markmið næst ekki með breytingu á stjórnarskránni þá á ekki að breyta henni.
Auðlindanefndin, sem skilaði áliti árið 2000, kom sér saman um skilgreiningu á hugtakinu þjóðareign. Allir flokkar í nefndinni samþykktu þá túlkun. Samfylkingin vill halda sér við þá skilgreiningu.Ef breyta á stjórnarskránni nú er eðlilegast að setja skilgreiningu auðlindanefndar frá 2000 inn í stjórnarskrána.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 13. mars 2007
Innrásin í Írak var ólögmæt; svo og stuðningur Íslands við hana
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi stuðning Íslands við innrásina í Írak á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins. Sagði Jón, að um mistök hefði verið að ræða. Ummæli Jóns vöktu mikla athygli og hafa þau verið túlkuð sem gagnrýni á Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson en þeir tvímenningar tóku ákvörðunina um að styðja innrásina í Írak.
Brot á alþjóðalögum og brot á íslenskum lögumMál þetta var rætt á alþingi. Ögmundur Jónasson tók málið upp þar. En Jón Sigurðsson stóð ekki lengi við stóru orðin: Nú dró hann verulega í land og sagði, að ákvörðun Halldórs og Davíðs hefði verið lögmæt! Þessi ummmæli Jóns eru furðuleg með tilliti til þess, að það er margoft búið að sýna fram á , að innrásin í Írak og stuðningur Íslands við hana var brot á lögum.
Naut ekki stuðnings ÖryggisráðsinsInnrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak naut ekki stuðnings Öryggisráðs Sþ.og var því brot á alþjóðalögum. Ákvörðun þeirra tvímenninga Halldórs og Davíðs var hvorki lögð fyrir utanríkismálanefnd alþingis né ríkisstjórn og var því kolólögleg. Lögum samkvæmt á að leggja öll mikilvæg stjórnarmálefni fyrir ríkisstjórn og samkvæmt lögum og reglum á að leggja öll mikilvæg utanríkismálefni fyrir utanríkismálanefnd alþingis. Það var ekki gert. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem er einn færasti lögmaður landsins, kom á fund utanríkismálanefndar alþingis til þess að fjalla um innrásina í Írak og kvörðunina um stuðning Íslands við hana. Hann sagði, að innrásin í Írak hefði verið brot á alþjóðalögum og ákvörðunin um stuðning Íslands við innrásina hefði verið ólögmæt.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 12. mars 2007
Enginn ávinningur af stjórnarskrárbreytingunni
Frumvarp tveggja ráðherra um breytingu á stjórnarskránni verður tekið fyrir á alþingi í dag.Það er óvenjulegt, að tillaga um breytingu á stjórnarskránni sé flutt sem þingmanna -eða ráðherrafrumvarp. En þetta var gert vegna ágreinings í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og vegna fljótræðis formanna stjórnarflokkanna en þeir lögðu meiri áherslu á að hespa málinu af en að vanda vinnubrögðin og ná sem mestri samstöðu.Tillagan um breytingu á stjórnarskránni er svohljóðandi:
:Náttúruauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign þó þannig að gætt sé réttinda einstaklinga og lögaðila samkvæmt 72. grein. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu, að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum.
Er breytingin marklaus?
Það eru mjög skiptar skoðanir um það meðal lögfræðinga og stjórnmálamanna hvort þessi nýja grein sé skýrari eða segi meira en ákvæðið í lögum um fiskveiðistjórnun en þar segir, að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar.Sumir lögfræðingar segja,að nýja ákvæðið sé marklaust. Í tillögunni að breytingu á stjórnarskrá er sameign þjóðarinnar orðin þjóðareign.Ekki verður séð hvað felst í þeirri breytingu. En gallinn á tillögu formanna stjórnarflokkanna er sá, að það sem sagt er í greininni er jafnóðum tekið til baka. Það verður því ekki séð, að neinn ávinningur sé að því að láta svo loðið orðalag í stjórnarskrá.
Festum ekki ranglátt kerfi í sessi
Það sem vantar í tillöguna eru skýrari ákvæði um það, að ekki megi selja veiðiheimildirnar og að ríkið geti hvenær sem er afturkallað þær.Það má alls ekki samþykkja neina breytingu, sem festir hið rangláta kvótakerfi í sessi.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. mars 2007
Um hvað verður kosið?
Nú styttist í alþingiskosningar og skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtast nú ört. Tvær síðustu kannanir Fréttablaðsins sýna, að stjórnarandstaðan mundi fá meirihluta á þingi, ef kosið væri í dag. Raunar leiddi önnur könnunin í ljós, að Samfylking og Vinstri græn mundu fá meirihluta án Frjálslyndra. En stjórnarandstaðan öll hefur bundist fastmælum um það, að reyna stjórnarmyndun sem fyrsta valkost strax eftir kosningar. Reynslan hefur leitt í ljós, að fylgi flokkanna getur oft reynst annað í kosningum en það sem skoðanakannanir hafa sýnt. Þess vegna er ljóst, að kosningarnar verða mjög spennandi. Það eru góðar líkur á því að stjórnin falli en ekkert er öruggt í því efni fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössunum.
Kosið um misskiptingunaUm hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu og þar á meðal um málefni aldraðra og öryrkja. Einnig verður kosið um umhverfismálin og stóriðjuna og það verður kosið um lýðræðið, um það hvernig stjórnarherrar fara með vald sitt. Það verður kosið um misbeitingu valds og um spillingu í íslenskum stjórnmálum. Síðast en ekki síst verður kosið um jafnrétti kynjanna, um það hvernig tryggja megi rétt kvenna til sömu launa og karlar fá fyrir sömu vinnu og um jöfn völd og áhrif kvenna og karla.
40 milljarðar hafðir af öldruðum
Stærsta málið að mínu mati verður misskiptingin í þjóðfélaginu, aukinn óföfnuður, sem hlotist hefur af kvótakerfinu, af ranglátri skattastefnu og vegna græðgisstefnunnar. Misskiptingin hefur bitnað illa á öldruðum, öryrkjum og láglaunafólki. Ný ríkisstjórn verður að rétta hag aldraðra og öryrkja. Stjórnarflokkarnir hafa haft 40 milljarða af öldruðum á síðustu 12 árum, þar eð aldraðir hafa ekki fengið sömu leiðréttingu á lífeyri sínum eins og láglaunafólk hefur fengið á launum sínum en því var lofað 1995, að aldraðir fengju sömu uppbætur á lífeyri sinn eins og launafólk fengi á laun sín. Það var svikið. Til þess að kóróna ósómann fóru stjórnarflokkarnir að seilast í framkvæmdasjóð aldraðra og taka peninga úr sjóðnum til eyðslu, peninga, sem áttu að renna til byggingar hjúkrunarheimila og annarra stofnana aldraðra.Tóku stjórnvöld alls 3 milljarða í eyðslu af framkvæmdafé sjóðsins. Núverandi heilbrigðisráðherra gekk enn lengra og tók peninga úr framkvæmdasjóðnum til þess að kosta áróðursbækling, sem ráðherra gaf út vegna næstu kosninga.Ráðherranum fannst það í lagi? Krafan er sú, að þessu fé verði öllu skilað.Það má reisa mörg hjúkrunarheimili fyrir 3 milljarða.( Ríkisstjórnin ætlar að skila 100 milljónum á þessu ári. Það er of lítið. ) Það þarf ennfremur að leiðrétta skattastefnuna. Milljarðamæringarnir og aðrir efnamenn, sem nú greiða aðeins 10% skatt verða að greiða fullan tekjuskatt til þjóðfélagsins eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Og það þarf að lækka skattinn á þeim lægst launuðu.Kvótakerfinu verður að gerbreyta. Það verður að stöðva kvótabraskið og koma í veg fyrir, að menn geti gengið út úr greininni með fullar hendur fjár.Útgerðarmenn fengu úthlutað veiðiheimildum frítt og það er ósvífið, að þeir skuli síðan margir hverjir ganga út úr greininni og selja veiðiheimildirnar.Slíkt brask þarf að stöðva.
Ríkisstjórnin hefur ítrekað gerst sek um vafasamar embættaveitingar.T.d. hafa frændur og vinir verið skipaðir hæstaréttardómarar og jafnréttislög og stjórnsýslulög verið brotin á þeirri vegferð.Lög og stjórnarskrá hafa verið brotin á öryrkjum og hefur hæstiréttur þurft að taka í taumana í málefnum öryrkja.Löng valdaseta hefur spillt stjórnarherrunum og er því mál að þeir fái frí.
Væntanlega mun ríkisstjórnin fá reisupassann í væntanlegum þingkosningum svo unnt verði að mynd velferðar- og umbótastjórn í landinu.
Björgvin Guðmundsson