Þurfum gerbreytta stefnu í málum aldraðra.Eldri borgarar eiga að geta lifað með reisn

Það þarf að taka upp gerbreytta stefnu í málefnum eldri borgara.Það þarf að íta til hliðar þeirri stefnu,sem ríkt hefur, og byggst hefur á því að halda öldruðum við fátæktarmörk,þeim,sem ekki hafa haft lífeyrissjóð.Hætta verður því að draga aldraða mánuðum saman á kjarabótum,sem þeir eiga rétt á. Stjórnvöld verða að taka upp jákvæðari afstöðu til aldraðra og hætta sð líta svo á,að þau séu að vinna eitthvað ölmusuverk þegar þau bæta kjör aldraðra.Tími er kominn til þess að stjórnvöld átti sig á því, að aldraðir eiga rétt á nægum lífeyri frá almannatryggingum,bæði vegna þess að þeir hafa greitt skatta til ríkisins alla sína starfsævi og tryggingargjald í ákveðinn tíma en auk þess er það stjórnarskrárbundinn réttur,að aldraðir fái nægan lifeyri.

Ég tel,að hækka þurfi lífeyrinn í 320 þúsund krónur á mánuði eftir skatt í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar,eða 400 þúsund á mánuði fyrir skatt.Aldraðir eiga að geta lifað með reisn. Öryrkjabandalagið er með svipaðar tillögur.Skerðingar vegna lífeyrissjóðs á að afnema alveg í tveimur áföngum.Í stórum dráttum gildir það,sem hér hefur verið sagt,einnig fyrir öryrkja.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


4500 eldri borgarar missa grunnlífeyrinn og detta út úr kerfi TR!

Við lagabreytinguna,sem samþykkt var á síðasta degi þingsins missa 4500 eldri borgarar grunnlífeyri sinn og detta út úr kerfi almannatrygginga.Þeir fá ekki krónu þaðan þó þeir séu búnir að greiða skatta alla sína starfsævi og hafi greitt tryggingagjald.Þeir eru taldir hafa of góðan lífeyrissjóð.Það var aðeins tvennt sem núverandi ríkisstjórn  samþykkti á sumarþinginu 2013 fyrir aldraða,að leiðrétta grunnlífeyri,þannig að greiðslur úr lífeyrissjóði mundu ekki skerða hann og að leiðrétta frítekjumark vegna atvinnutekna. Nú afnemur ríkisstjórnin grunnlífeyrinn aftur.Hann er felldur niður og við það detta 4500 eldri borgarar út úr kerfi almannatrygginga.Eldri borgari,sem er í þessari stöðu, hafði samband við mig í gær.Hann sagði,að þau hjónin misstu 80 þúsund brútto við þessa breytingu,50 þúsund eftir skatt. okkur munar um það,sagði hann.

Öryrkjar eru mjög óánægðir með það hvernig ríkisstjórnin fór með þá.Þeim var nánast ítt út úr nýju lögunum um almannatryggingar.Þannig að þessar litlu lagfæringar sem gerðar voru fyrir eldri borgara gilda ekki fyrir öryrkja nema að litlu leyti.Á aðalfundi Öryrkjabandalagsins,sem haldinn var fyrir nokkrum dögum var skorað á nýja ríkisstjórn og nýtt alþingi að lagfæra þeirra kjör og afnema krónu móti krónu skerðinguna ,sem félagsmálaráðherra skellti á þá á lokadögum þingsins.Smáhækkun,sem öryrkjar fengu var byggð á framfærsluuppbót,þannig að ef öryrki vinnur sér inn 20-30 þúsund krónur,lækkar framfærsluuppbótin (lífeyrinn) ,sem því nemur.Óskar Öbi eftir að þessi framfærsluuppbót verði felld niður eða felld inn i nýjan heildarlífeyri eins og gert er hjá öldruðum. 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 21. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband