Þurfum gerbreytta stefnu í málum aldraðra.Eldri borgarar eiga að geta lifað með reisn

Það þarf að taka upp gerbreytta stefnu í málefnum eldri borgara.Það þarf að íta til hliðar þeirri stefnu,sem ríkt hefur, og byggst hefur á því að halda öldruðum við fátæktarmörk,þeim,sem ekki hafa haft lífeyrissjóð.Hætta verður því að draga aldraða mánuðum saman á kjarabótum,sem þeir eiga rétt á. Stjórnvöld verða að taka upp jákvæðari afstöðu til aldraðra og hætta sð líta svo á,að þau séu að vinna eitthvað ölmusuverk þegar þau bæta kjör aldraðra.Tími er kominn til þess að stjórnvöld átti sig á því, að aldraðir eiga rétt á nægum lífeyri frá almannatryggingum,bæði vegna þess að þeir hafa greitt skatta til ríkisins alla sína starfsævi og tryggingargjald í ákveðinn tíma en auk þess er það stjórnarskrárbundinn réttur,að aldraðir fái nægan lifeyri.

Ég tel,að hækka þurfi lífeyrinn í 320 þúsund krónur á mánuði eftir skatt í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar,eða 400 þúsund á mánuði fyrir skatt.Aldraðir eiga að geta lifað með reisn. Öryrkjabandalagið er með svipaðar tillögur.Skerðingar vegna lífeyrissjóðs á að afnema alveg í tveimur áföngum.Í stórum dráttum gildir það,sem hér hefur verið sagt,einnig fyrir öryrkja.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband