Svik stjórnarflokkanna 2013 skaða aldraða og öryrkja um tugi milljarða!

  Nú er aðeins slétt vika til kosninga.Ekki eru stjórnarflokkarnir þó farnir að efna stærstu kosningaloforð sín við aldraða og öryrkja.Það er þess vegna alveg ljóst, að þeir ætla að svíkja þessi loforð og hafa sennilega aldrei ætlað að  efna þau.Tilgangurinn hefur aðeins verið sá að blekkja kjósenduur ,lokka þá til fylgis á fölskum forsendum. Nú eru stjórnarflokkarnir farnir að gefa ný kosningaloforð.Þannig auglýsir Framsókn nú: Við ætlum að lækka skatta (á millistéttinni).En þetta eru líka svik og blekkingar: það eina,sem er öruggt eftir næstu kosningar er það, að Framsókn  verður ekki áfram í stjórn. Þetta veit Framsókn.Samt gefur hún þetta loforð. Það er því alveg eins og svikaloforðið 2013.Það er verið að blekkja kjósendur.Það er verið að svíkja þá á ný.Virðing fyrir kjósendum er engin.

 Eins og ég hef bent á áður hefði lífeyrir aldraðra og öryrkja hjá TR hækkað um  kr. 56.580 á mánuði, ef stjórnarflokkarnir hefðu staðið við loforð sín við aldraðra og öryrkja.Og samkvæmt stærsta loforðinu átti að efna loforðið strax eftir kosningar.Það var loforðið um að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans.Flokkur fjármálaráðherra,Sjálfstæðisflokkurinn ,tók það sérstaklega fram í sínu loforð, að leiðrétta ætti lífeyrinn strax. Það var svikið. Það hefur kostað lífeyrisþega mikla fjármuni, að stjórnarflokkarnir skyldu ekki efna þetta loforð strax eftir kosningar.Það hefur kostað lífeyrisþega í kringum 50 milljarða kr!

En þessi hækkun,um 56.580 kr á mánuði, er einmitt sú hækkun,sem ríkisstjórnin  segir nú, að eigi að koma til framkvæmda 2018 samkvæmt nýjum lögum um almannatryggingar.Með öðrm orðum: Fyrst svíkja stjórnarflokkarnir loforðið um að hækka lífeyrinn um 56.580 kr á mánuði en síðan koma þeir hlaupandi og þykjast vera að gera eitthvert góðverk með því að láta þessa hækkun koma til framkvæmda 5 árum seinna!!

Það er endalaust unnt að skrökva og svíkja, þegar aldraðir og öryrkjar eru annars vegar. Ríkisstjórnin veit,sem er, að þessi hópur þjóðfélagsþegna hefur engin vopn í höndunum til þess að beita gegn stjórnvöldum.Hann hefur ekkert verkfallsvopn eins og  verkalýðshreyfingin,einungis rödd sína og samtakamátt.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta María H Jensen

Góður pistill

Ásta María H Jensen, 22.10.2016 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband