Undanhaldið:Ríkisstjórnin vill hækka lífeyri í 300 þúsund 2018.Það er of seint

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hækka skuli lífeyri aldraðra í 300 þúsund krónur á mánuði 2018.Um næstu áramót skuli lífeyrir hækka í 280 þúsund kr. á mánuði. Hér er átt við greiðslur fyrir skatt.Enda þótt hér sé stigið skref í rétta átt er hvergi nærri nógu langt gengið,þar eð hér er um að ræða þá aldraða sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og engan lífeyrissjóð.Þetta er of lítil hækkun strax og erfitt að lifa mannsæmandi lífi af svo lágum lífeyri.Eins og ég sagði hér fyrr í dag þarf að hækka lífeyrinn strax í 300 þúsund kr á mánuði og í síðasta lagi um áramót.Það fara 56 þúsund krónur í skatt af þessum 280 þúsund krónum,þannig ,að ekki verður nógu mikið eftir. Lífeyrir  er í dag 246 þúsund krónur fyrir skatt hjá einhleypingum,207 þúsund eftir skatt.

En þó smátt sé skammtað ætlar ríkisstjórnin að  láta eldri borgara sjálfa greiða kostnaðinn við hækkunina. Stjórnin hefur samþykkt að flýta því að hækka lífeyristökualdur í 70 ár. Í stað þess að framkvæma þá breytingu á 24 árum hefur ríkisstjórnin nú samþykkt,að breytingin skuli gerast á 12 árum.(Já,það er eins liðið hans Sveins.)

En hvað líður efndum á kosningaloforðunum við aldraða og öryrkja 2013. Þessi loforð gleymast ekki þó ríkisstjórnin telji loksins,að hún eigi að fikra  sig yfir í það að hækka lífeyri í takt við lágmarkslaun. Aldraðir og öryrkjar eiga enn eftir að fá uppbót á sinn lífeyri vegna þess,að þeir voru skildir eftir 2015, þegar allir aðir fengu hækkanir afturvirkt frá 1.mars sama ár  og frá 1.mai þess árs. Þá fengu aldraðir og öryrkjar enga hækkun fyrr en 8 mánuðum seinna  en launþegar og  10 mánuðum seinna en ráðherrarnir og þingmennirnir.Það á eftir að bæta lífeyrisþegum þetta upp og það á eftir að efna kosningaloforðin.

Björgvin Guðmundsson


Aldraðir og öryrkjar þurfa 300 þúsund á mánuði strax!

Einhver hreyfing mun vera á því að hækka lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja,sem meiningin var í upphafi að hafa óbreyttan.Stanslaus barátta í því efni er að skila árangri.

En ég vil leggja áherslu á eftirfarandi:

Lífeyrisþegar þurfa að fá 300 þúsund á mánuði strax.Það er ekki ásættanlegt að hækka lífeyrinn i áföngum upp í 300 þúsund. Það er alltof seint að hækka lífeyrinn í 300 þúsund árið 2018. Þetta verður að gerast strax.

Björgvin Guðmundsson


Þurfum ekki fleiri kosningaloforð.Þurfum athafnir!

Stjórnmálaumræður voru hjá RUV í gærkveldi. 

Lilja Alfreðsdóttir,  nýr varaformaður Framsóknarflokksins, hefur nú bætst í hóp þeirra forustumanna stjórnarflokkanna,sem segjast vilja bæta kjör aldraðra og öryrkja.Hún segir stöðu  ríkissjóðs góða og  betri en um mjög langt skeið.Okkur er því ekkert að vanbúnaði að bæta kjör lífeyrsþega.Þingið situr ennþá og því er ekki eftir neinu að bíða með að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Ég legg til, að Lilja Alfreðsdóttir flytji frumvarp um hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja strax í dag eða í kvöld.Enda þótt hún sé ekki þingmaður getur hún sem ráðherra flutt frumvarp  á þingi. Og það er ekki eftir neinu að bíða. Ef hún gerir það ekki, er ekkert að marka yfirlýsingar hennar í þessum málaflokki ekki frekar en yfirlýsingar Sigurðar Inga,Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs um kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja,sem voru sviknar.Við treystum ekki lengur yfirlýsingum og loforðum stjórnmálaleiðtoga, sem gefnar eru rétt fyrir kosningar.Við höfum fengið nóg af slíkum yfirlýsingum og loforðum.Við þurfum efndir,við þurfum athafnir.

( Hækka þarf lífeyri þeirra,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum í a.m.k. 300 þúsund á mánuði.Frumvarp um almannatryggingar,sem liggur fyrir alþingi, gerir ekki ráð fyrir neinni hækkun til þessa hóps aldraðra og öryrkja.Frumvarpið gerir ráð  fyrir,að lífeyrir þeirra verði óbreyttur upp á krónu.)

Björgvin Guðmundsson

pistlahöfundur


Bloggfærslur 7. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband