Samkomulag Bjarna og Benedikts strax í nóvember; leikrit siðan!

Ég sagði strax,þegar Bjarni fékk umboð forseta til stjórnarmyndunar og hann hóf að tala við alla flokka á sama hátt og forsetinn hafði gert,að þetta væri bara leikrit.Þeir Bjarni og Benedikt væru búnir að ákveða að mynda stjórn ( sennilega ákveðið í fjölskylduboði) Viðræður við aðra flokka væri bara leikrit,Aðeins var eftir að ákveða hver hækjan yrði,Björt framtið eða Framsókn.Lokaþáttur leikritsins var að vísu tilþrifamikill.Þá kom nýr leikari fram á sjónarsviðið,Brynjar Nielsson og sagði í morgunþætti RÚV,að Viðreisn og Björt framtíð hefðu stillt Sjálfstæðisflokknum upp við vegg og viljað fá breytingu í sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.Það vantaði aðeins að hann segði: Héldu þessir flokkar,að þeir fengju eitthvað annað en stóla.Brynjar var mjög hneykslaður; átti góðan leik!.Bjarni sagði við fréttamenn: Við leysum auðveldalega þessi ágreiningsmál.Hann hefur sagt við frænda sinn: Við förum ekki að láta " vinstra liðið" komast til valda út af þessum smáatriðum! Bjarni sagði, að ekki tæki nema nokkra daga að semja stjórnarsáttmála. Hann mun þar lofa öllu fögru,þar á meðal þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB einhvern tímanna á kjörtímabilinu.En hann fer létt með að svikja það eins og síðast.Hann sveik öll kosningaloforðin,sem hann gaf öldruðum og öryrkjum og komst upp með það. Hann sveik afnám verðtryggingar með aðstoð Sigmundar Davíðs og komst upp með það.Það skiptir því engu máli hverju hann lofar Viðreisn og viðhenginu,Bjartri framtíð.Hann fer létt með að svíkja það.

Björgvin Guðmundsson


Aldraðir og öryrkjar fái gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu!

Það er kominn tími til,að aldraðir og öryrkjar á Íslandi  njóti sambærilegra kjara og aldraðir og öryrkjar á hinum Norðurlöndunum.En mikið vantar upp á,að svo sé.Lífeyrir aldraðra og öryrkja á hinum Norðurlöndunum  er miklu hærri en hér.Og nú á að festa í lög og reglugerð frá 1.febrúar n.k. miklu hærri greiðsluþáttöku  sjúklinga hér í heilbrigðiskostnaði.Það þýðir,að aldraðir og öryrkjar hér þurfa að greiða miklu meira i kostnaði við heilbrigðisþjónustu en gerist á hinum Norðurlöndunum. Hvernig má þetta vera,þegar hagvöxtur er meiri hér en á hinum Norðurlöndunum og stjórnarherrarnir berja sér stöðugt á brjóstt og tala um hvað hér sé mikið góðæri og ástandið gott.Hverjir njóta þessa góðæris? Eru það aðeins hinir ríku? Alla vega njóta aldraðir og öryrkjar þess ekki.

1.febrúar n.k. taka gildi ný lög og reglugerð um greiðsluþáttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustu.Hugsunin var sú,að setja þak á greiðsluþátttöku sjúklinga en gallinn á nýja kerfinu er sá,að það er ekki ríkið sem greiðir kostnaðinn,sem fer umfram þakið heldur er honum jafnaða á aðra sjúklunga!!.M.ö.o. Þeir,sem nota litla heilbrigðisþjónustu eiga að fara að borga fyrir þá sem nota mikla heilbrigðisþjónustu.Það gengur ekki.Ríkið verður að sjálfsögðu að greiða það,sem er umfram þakið. Þannig er það á hinum Norðurlöndunum.En síðan er það krafa Öryrkjabandalagsins og aldraðra að heilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls fyrir aldraða og öryrkja og helst ætti hún að vera gjaldfrjáls fyrir alla.

Þátttaka almennnings í kostnaði við heilbrigðisþjónustu hefur hækkað þrátt fyrir " góðærið". Landlæknir hefur vakið athygli á þessu og vill,að kostnaður almennings verði lækkaður.

Krafan er : Gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 27. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband