Aldraðir og öryrkjar fái gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu!

Það er kominn tími til,að aldraðir og öryrkjar á Íslandi  njóti sambærilegra kjara og aldraðir og öryrkjar á hinum Norðurlöndunum.En mikið vantar upp á,að svo sé.Lífeyrir aldraðra og öryrkja á hinum Norðurlöndunum  er miklu hærri en hér.Og nú á að festa í lög og reglugerð frá 1.febrúar n.k. miklu hærri greiðsluþáttöku  sjúklinga hér í heilbrigðiskostnaði.Það þýðir,að aldraðir og öryrkjar hér þurfa að greiða miklu meira i kostnaði við heilbrigðisþjónustu en gerist á hinum Norðurlöndunum. Hvernig má þetta vera,þegar hagvöxtur er meiri hér en á hinum Norðurlöndunum og stjórnarherrarnir berja sér stöðugt á brjóstt og tala um hvað hér sé mikið góðæri og ástandið gott.Hverjir njóta þessa góðæris? Eru það aðeins hinir ríku? Alla vega njóta aldraðir og öryrkjar þess ekki.

1.febrúar n.k. taka gildi ný lög og reglugerð um greiðsluþáttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustu.Hugsunin var sú,að setja þak á greiðsluþátttöku sjúklinga en gallinn á nýja kerfinu er sá,að það er ekki ríkið sem greiðir kostnaðinn,sem fer umfram þakið heldur er honum jafnaða á aðra sjúklunga!!.M.ö.o. Þeir,sem nota litla heilbrigðisþjónustu eiga að fara að borga fyrir þá sem nota mikla heilbrigðisþjónustu.Það gengur ekki.Ríkið verður að sjálfsögðu að greiða það,sem er umfram þakið. Þannig er það á hinum Norðurlöndunum.En síðan er það krafa Öryrkjabandalagsins og aldraðra að heilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls fyrir aldraða og öryrkja og helst ætti hún að vera gjaldfrjáls fyrir alla.

Þátttaka almennnings í kostnaði við heilbrigðisþjónustu hefur hækkað þrátt fyrir " góðærið". Landlæknir hefur vakið athygli á þessu og vill,að kostnaður almennings verði lækkaður.

Krafan er : Gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband