Alþingi frestaði vanda aldraðra og öryrkja!

Formaður stærsta stjórnmálaflokksins hefur sett fram þá nýstárlegu kenningu í stjórnarmyndunarviðræðum,að í stað þess að liggja lengi yfir erfiðum vandamálum í viðræðunum megi fresta slíkum vandamálum til þess að geta myndað ríkisstjórn.Þessu mun hafa verið hreyft í viðræðum formannsins við formann VG en ekki náðist samkomulag um þá aðferð.Ef til vill fellur Viðreisn fyrir þessu bragði! Ég tel að leysa eigi vandamálin þó það taki lengri tíma.Ekki á að fresta lausn þeirra.En ef stjórnmálamennirnir geta ekki komið sér saman og geta  ekki gert nauðsynlegar málamiðlanir án þess að fresta mestu vandamálunum á forseti Íslands að mynda embættismannastjórn,utanþingsstjórn. Þingið ræður þá ekki við verkefnið.

Alþingi mun hafa beitt frestunaraðferðinni í nokkrum málum. Til dæmis valdi fjárlaganefnd og alþingi að fresta vanda aldraðra og öryrkja.Alþingismenn hældu hver öðrum mikið fyrir að hafa náð samkomulagi um fjárlagafrumvarpið en þeir frestuðu stórum vandamálum svo sem vanda aldraðra og öryrkja og fullnaðarlausn á vanda Landspítalans.Fjárlaganefnd gerði ekkert í vandamálum aldraðra og öryrkja.Alþingi og nefndin taldi,að 185 þúsund kr á mánuði eftir skatt dygði í jólamánuðinum fyrir þá sem byggju með öðrum og  207 þúsund á mánuði eftir skatt væri nóg fyrir einhleypinga.Þetta gerðist enda þótt embættismenn,ráðherrar og alþingismenn hefðu fengið miklar launahækkanir á árinu og sumir tvisvar.Sumir þingmenn töluðu digurbarkalega um að þeir ætluðu að láta afturkalla miklar kauphækkanir sem kjararáð ákvað.En ekkert varð af því.Samþykktur var einhver kattarþvottur á starfsemi kjararáðs.En þingmenn létu sér vel líka mikla kauphækkun sem þeir fengu sjálfir um leið og þeir "gleymdu" öldruðum og öryrkjum! Það er of mikil vinna og fyrirhöfn að lagfæra kjör aldraðra og öryrkja rétt fyrir jólin; miklu þægilegra að vera ekki að rugga bátnum.Nýtt alþingi: Sami grautur í sömu skál. Ekkert hefur breyst.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband