Samkomulag Bjarna og Benedikts strax í nóvember; leikrit siðan!

Ég sagði strax,þegar Bjarni fékk umboð forseta til stjórnarmyndunar og hann hóf að tala við alla flokka á sama hátt og forsetinn hafði gert,að þetta væri bara leikrit.Þeir Bjarni og Benedikt væru búnir að ákveða að mynda stjórn ( sennilega ákveðið í fjölskylduboði) Viðræður við aðra flokka væri bara leikrit,Aðeins var eftir að ákveða hver hækjan yrði,Björt framtið eða Framsókn.Lokaþáttur leikritsins var að vísu tilþrifamikill.Þá kom nýr leikari fram á sjónarsviðið,Brynjar Nielsson og sagði í morgunþætti RÚV,að Viðreisn og Björt framtíð hefðu stillt Sjálfstæðisflokknum upp við vegg og viljað fá breytingu í sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.Það vantaði aðeins að hann segði: Héldu þessir flokkar,að þeir fengju eitthvað annað en stóla.Brynjar var mjög hneykslaður; átti góðan leik!.Bjarni sagði við fréttamenn: Við leysum auðveldalega þessi ágreiningsmál.Hann hefur sagt við frænda sinn: Við förum ekki að láta " vinstra liðið" komast til valda út af þessum smáatriðum! Bjarni sagði, að ekki tæki nema nokkra daga að semja stjórnarsáttmála. Hann mun þar lofa öllu fögru,þar á meðal þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB einhvern tímanna á kjörtímabilinu.En hann fer létt með að svikja það eins og síðast.Hann sveik öll kosningaloforðin,sem hann gaf öldruðum og öryrkjum og komst upp með það. Hann sveik afnám verðtryggingar með aðstoð Sigmundar Davíðs og komst upp með það.Það skiptir því engu máli hverju hann lofar Viðreisn og viðhenginu,Bjartri framtíð.Hann fer létt með að svíkja það.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband