Stjórnvöld áhugalaus um mannréttindamál!

 

Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum rætt um mannréttindamál  og  hvort væri verið að brjóta mannréttindi á eldri borgurum.Meðal annars ræddum við í kjaranefndinni mannréttindaákvæði Evrópusambandsins.Við fengum Margréti Steinarsdóttur framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands oftar en einu sinni á fund okkar til .þess að ræða mannréttindamálin.

Þessar umræður leiddu í ljós,að  Íslendingar standa langt að baki öðrum vestrænum þjóðum í mannréttindamálum.Evrópusambandið hefur sett í lög og reglur mjög metnaðarfull ákvæði um mannréttindamál.ESB er mörgum skrefum á undan Íslandi í mannréttindamálum enda komið í ljós,að mannréttindamál eru miklum ólestri á Íslandi.Og það sem verra er: Svo virðist sem stjórnvöld hafi engan áhuga á umbótum í mannréttindamálum.

Það er almennt talinn stór þáttur til réttlætingar lögbundnum starfslokaaldri að viðkomandi séu tryggð eftirlaun sem duga til framfærslu.  Þetta kom fram í fyrirlestri sem Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands hélt í  Félagi eldri borgara í Reykajvík.. Hún segir að Íslendingar eigi aðild að alþjóðasamningi um efnahagsleg-, félagsleg- og menningarleg réttindi, en þar skuldbindi ríki sig til þess að gæta sérstaklega að viðkvæmum hópum og tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi. . Með samningnum er bókun,sem við höfum að vísu ekki fullgilt hér, en hún gerir borgurum aðildarríkja kleift að kæra meint brot á samningnum til nefndar sem starfar á grundvelli hans.-Stór hluti aldraðra getur ekki lifað mannsæmandi lífi í dag.

Björgvin Guðmundsson

 


Öryrkjar andvígir tillögum um endurskoðun almannatrygginga!Lífeyrir á að vera óbreyttur

 

 

 

Ef litið er á tillögur nefndar um endurskoðun almannatrygginga í heild kemur eftirfarandi í ljós:

Tillögurnar gera ráð fyrir, að  breytt verði algerlega um aðferð við mat á örorku. Í stað læknisfræðilegs mats á örorku komi  starfsgetumat.Þeir,sem eru með 50% örorku eða minna,  haldi fullum lífeyri þrátt fyrir atvinnutekjur. Þeir,sem eru 75% öryrkjar eða meira, sæta skerðingu lífeyris vegna atvinnutekna, sem nemi 45%.

Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði óbreyttur eða 212 þúsund krónur fyrir skatt án heimilisuppbótar. En með heimilisuppbót verður lífeyrir 246 þúsund á mánuði hjá einhleypum fyrir skatt eins og er í dag.

Öryrkjabandlagið leggst gegn tillögu nefndarinnar um starfsgetumat. Bandalagið hefur lagt fram sínar eigin tillögur um  örorkumat. Bandalagið gagnrýnir harðlega að mismuna eigi  öryrkjum eftir því hvort þeir séu með 50% örorku eða meira.Bandalagið gagnrýnir það harðlega,að 75% öryrkjar og meira eigi að sæta 45% skerðingu fari þeir út á vinnumarkaðinn.Bandalagið telur þetta alltof mikla skerðingu.

Ég tek undir gagnrýni Öryrkjabandalagsins. Og raunar gagnrýni ég það harðlega að fella eigi niður öll frítekjumörk og taka upp 45% skerðingarhlutfall.Með þvi, að í gildi er í dag 109 þúsund  króna frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna eykst skerðing hjá öldruðum,sem fara út á vinnumarkaðinn og vinna sér inn  100-190 þúsund króna atvinnutekjur á mánuði.Og sama gildir um 75% öryrkja.Skerðing atvinnutekna hjá þeim eykst. Tillögur nefndarinnar um að draga úr skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrssjóði ganga of skammt. Eðlilegast er að afnema skerðingu lífeyris vegna lífeyrissjóða með öllu. Lífeyrir,sem eldri borgarar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum eiga að  gagnast þeim að fullu, þegar þeir fara á eftirlaun.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir þvi.Við það á að standa.

Tillögur um sveigjanleg starfslok eru til bóta. Heilsufar landsmanna fer batnandi. Og eldri borgarar geta þar af leiðandi unnið lengur en áður. En ekkert gagn er í því ef ríkið hirðir allt af þeim með skerðingum og sköttum.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 15. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband