Mannréttindamál í ólestri hér á landi

 

 

 

Mannréttindamál eru í ólestri hér á landi. Ég hef bent á það í greinum mínum, að það sé brot á mannréttindum  að skammta öldruðum og öryrkjum svo nauman lífeyri, að þeir geti ekki lifað af honum; þeir sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Nú hefur það verið staðfest af mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins,Nils Muiznieks, að Ísland stendur langt að baki grannlöndunum  í mannréttindamálum. Hann var hér á ferð fyrir skömmu  og gagnrýndi þá  ástand mannréttindamála hér. Ggagnrýndi hann, að Ísland hefði enn ekki  fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra . Ísland undirritaði þennan samning fyrir 9 árum. Nær öll grannríki okkar hafa fullgilt hann.  164 ríki hafa fullgilt samninginn.

Á meðan mannréttindafulltrui Evrópuráðsins dvaldist hér var rætt við Eygjó Harðardóttur félagsmálaráðherra um það hvað liði fullgildingu samningsins um réttindi fatlaðra. Hún sagði, að unnið hefði verið að  lagasetningu til undirbúnings fullgildingu . Ýmis  ríki hefðu fyrst fullgilt samninginn en síðan sett nauðsynleg lög. Var að heyra á henni að fara mætti þá leið .Málið heyrði undir innanríkisráðherra. Haft er eftir Ólöfu Nordal,innanríkisráðherra, að unnið verði að setningu nauðsynlegra laga til þess að fullgilda i samning Sþ. Var  ljóst,að hún mundi leggjast gegn því að fullgilda fyrst samninginn. Það þýðir, að enn getur það dregist í langan tíma, að  samningur Sþ um réttindi fatlaðra verði  fullgiltur hér. Ég tel að fara eigi þá leið ,sem Eygló minntist á: Að fullgilda samninginn fyrst og setja síðan nauðsynleg lög.

Evrópusambandið og grannlönd okkar hafa lögfest samninga, sem banna hvers konar mismunun.Fyrir 4 árum var hér mannréttindafulltrúi á ferð,  sem lagði  áherslu á, að lögfestur yrði sams konar samningur hér .Það hefur ekki verið gert enn.Mismunun er mikil hér og ekki síst gegn öldruðum og öryrkjum. Það er stöðugt verð að mismuna þeim á öllum sviðum , í heilbrigðisstofnunum, í starfsmannamálum, í kjaramálum og á fleiri sviðum. Aldraðir  sæta afgangi í heilbrigðisstofnunum.Þeir yngri ganga fyrir þar. Aldraðir á hjúkrunarheimilum fá ekki alltaf sömu spítalameðferð og þeir, sem vistaðir eru á spítölum.Í kjaramálum gera stjórnvöld sér lítið fyrir og  skilja aldraða eftir, þegar allir aðrir fá miklar kauphækkanir eins og gerðist árið 2015. Heita má, að allar stéttir  og hópar nema aldraðir og öryrkjar hafi þá fengið 14-40% kauphækkun.Aldraðir og öryrkjar voru einir skildir eftir í 8 mánuði. Það var hreint mannréttindabrot.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fréttblaðið 23.júní 2016

 

 

 

 


Útganga Breta úr ESB getur skaðað Ísland

 

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra skrifar grein um  Breta og Evrópusambandið í Fréttablaðið í dag  í tilefni af þjóðaratkvæðagreiðslu þeirra i dag um afstöðu þeirra til ESB. Hún bendir réttilega á hve Bretland er mikilvægt viðskiptaland Íslands og að frjáls viðskipti milli Íslands og Bretlands grundvallist að miklu leyti á EES-samningnum.

EES samningurinn hefur reynst  Íslandi mikilvægur.En rifja má upp að enginn þingmanna Framsóknarflokksins greiddi atkvæði með því,að Ísland gerðist aðli að EES.Einn þingmannanna,Halldór Ásgrímsson,sat hjá en hinir greiddu atkvæði á móti.

Jón Baldvin Hannibalsson hafði forgöngu fyrir aðild Íslands að EES.Davíð Oddsson studdi málið.En sameiginlega komu þeir Íslandi með því  hálfa leið í ESB og rúmlega það.Bretland er eitt besta viðskiptaland Íslands og flestir ferðamenn koma frá Bretlandi eins og  utanríkisráðherra bendir á. Þessir þættir eru í hættu,ef Bretland gengur úr ESB. Þá verður óvissa um tolla á íslenskum sjávarafurðum í Bretlandi og talið er að pundið mundi veikjast mikið en það kæmi illa við Ísland.

 Þau ríki,sem ganga úr ESB fá 2ja ára aðlögunartima. Ekkert gerist því í 2 ár.En ef Bretar ganga út verða þeir að semja upp á nýtt við ESB annars missa þeir tollfrelsi fyrir sínar afurðir i ESB. EFTA- ríkin njóta tollfrelsis í ríkjum ESB út á samning EFTA við ESB,þ.e. EES samninginn.Bretar gengu úr EFTA þegar þeir gengu í ESB.Ef til vill verða þeir að ganga aftur í EFTA til þess að halda tollfríðindum eða að gera sérsamning við ESB. En ekkert er sjálfgefið i þessu efni.

David Cameron forsætisráðherra Breta tefldi á tæpt vað þegar hann ákvað þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að ESB.Hann lofaði miklum undanþágum fyrir Breta frá ESB samningnum en fékk sáralítið út úr viðræðum.En málið hefur valdið klofningi i Íhaldsflokknum og er óvíst að Cameron haldi völdum  í flokknum,ef  útganga verður samþykkt.Málið er erfitt fyrir Cameron á hvorn veginn sem það fer.

Björgvin Guðmundsson

 


25,2% studdu framboð eldri borgara!

 

 

Dagblað  í Reyjavik segir, að 25,2% kjósenda telji líklegt, að þeir mundu styðja framboð eldri borgara, ef það kæmi fram við alþingiskosningar samkvæmt skoðanakönnun Gallups. Þetta er gífurlegt fylgi við hugsanlegt framboð eldri borgara. Þessi niðurstaða bendir til þess, að framboð eða flokkur eldri borgara gæti strax í byrjun orðið einn stærstu flokkur landsins.

 

Þessi frétt kom í  íslensku dagblaði  haustið 2006.Þetta er með öðrum orðum ekki ný frétt. Þetta er ekki frétt frá því í dag eða frá síðustu dögum.En ég birti þetta vegna þess,að ég tel líklegt,að niðurstaða slíkrar könnunar yrði svipuð í dag og 2006. Það var gífurleg óánægja með kjör eldri borgara 2006 og það er gífurleg óánægja með kjörin í dag. Ekkert hefur breytst í því efni.Kjör eldri borgara voru óviðunanandi 2006 og þau eru óviðunandi í dag hjá þeim,sem verða að reiða sig a lifeyri almannatrygginga.

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bloggfærslur 23. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband