25,2% studdu framboð eldri borgara!

 

 

Dagblað  í Reyjavik segir, að 25,2% kjósenda telji líklegt, að þeir mundu styðja framboð eldri borgara, ef það kæmi fram við alþingiskosningar samkvæmt skoðanakönnun Gallups. Þetta er gífurlegt fylgi við hugsanlegt framboð eldri borgara. Þessi niðurstaða bendir til þess, að framboð eða flokkur eldri borgara gæti strax í byrjun orðið einn stærstu flokkur landsins.

 

Þessi frétt kom í  íslensku dagblaði  haustið 2006.Þetta er með öðrum orðum ekki ný frétt. Þetta er ekki frétt frá því í dag eða frá síðustu dögum.En ég birti þetta vegna þess,að ég tel líklegt,að niðurstaða slíkrar könnunar yrði svipuð í dag og 2006. Það var gífurleg óánægja með kjör eldri borgara 2006 og það er gífurleg óánægja með kjörin í dag. Ekkert hefur breytst í því efni.Kjör eldri borgara voru óviðunanandi 2006 og þau eru óviðunandi í dag hjá þeim,sem verða að reiða sig a lifeyri almannatrygginga.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ég tel að Flokkur Fólksins sé þessi flokkur http://flokkurfolksins.is/

Ísleifur Gíslason, 23.6.2016 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband