Útganga Breta úr ESB getur skaðað Ísland

 

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra skrifar grein um  Breta og Evrópusambandið í Fréttablaðið í dag  í tilefni af þjóðaratkvæðagreiðslu þeirra i dag um afstöðu þeirra til ESB. Hún bendir réttilega á hve Bretland er mikilvægt viðskiptaland Íslands og að frjáls viðskipti milli Íslands og Bretlands grundvallist að miklu leyti á EES-samningnum.

EES samningurinn hefur reynst  Íslandi mikilvægur.En rifja má upp að enginn þingmanna Framsóknarflokksins greiddi atkvæði með því,að Ísland gerðist aðli að EES.Einn þingmannanna,Halldór Ásgrímsson,sat hjá en hinir greiddu atkvæði á móti.

Jón Baldvin Hannibalsson hafði forgöngu fyrir aðild Íslands að EES.Davíð Oddsson studdi málið.En sameiginlega komu þeir Íslandi með því  hálfa leið í ESB og rúmlega það.Bretland er eitt besta viðskiptaland Íslands og flestir ferðamenn koma frá Bretlandi eins og  utanríkisráðherra bendir á. Þessir þættir eru í hættu,ef Bretland gengur úr ESB. Þá verður óvissa um tolla á íslenskum sjávarafurðum í Bretlandi og talið er að pundið mundi veikjast mikið en það kæmi illa við Ísland.

 Þau ríki,sem ganga úr ESB fá 2ja ára aðlögunartima. Ekkert gerist því í 2 ár.En ef Bretar ganga út verða þeir að semja upp á nýtt við ESB annars missa þeir tollfrelsi fyrir sínar afurðir i ESB. EFTA- ríkin njóta tollfrelsis í ríkjum ESB út á samning EFTA við ESB,þ.e. EES samninginn.Bretar gengu úr EFTA þegar þeir gengu í ESB.Ef til vill verða þeir að ganga aftur í EFTA til þess að halda tollfríðindum eða að gera sérsamning við ESB. En ekkert er sjálfgefið i þessu efni.

David Cameron forsætisráðherra Breta tefldi á tæpt vað þegar hann ákvað þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að ESB.Hann lofaði miklum undanþágum fyrir Breta frá ESB samningnum en fékk sáralítið út úr viðræðum.En málið hefur valdið klofningi i Íhaldsflokknum og er óvíst að Cameron haldi völdum  í flokknum,ef  útganga verður samþykkt.Málið er erfitt fyrir Cameron á hvorn veginn sem það fer.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband