Bretar detta líka út úr EES nema.......

 

 

Fréttamaður RUV hafði viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra  um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bjarni sagði: Ég hef engar áhyggjur af þessu vegna Íslendinga.Þetta ( útganga Breta) snýst ekki um  frjáls viðskipti.Þetta snýst um aðra hluti. Frjáls viðskipti verða áfram í gildi.Þetta er misskilningur hjá Bjarna. Málið snýst einmitt um frjáls viðskipti og  þau eru nú í hættu a.m.k milli Íslands og Bretlands og raunar einnig milli Bretlands og ESB .Enda þótt önnur atriði hafi hleypt málinu af stað í Bretlandi, t.d. innflytjendamál en Bretar vildu fá meiri völd til þess að sporna gegn innflytjendum, þá eru viðskiptamálin nú í uppnámi,  þar eð Bretar eru að segja sig frá öllu samstarfinu,tollabandalaginu,fríverslun,innri markaðnum, fjórfrelsinu og öllu því sem samningur ESB tekur til. Auðvitað vija Breta halda því úr samstarfinu,sem hentar þeim en það er ekki i boði. Þeir vilja til dæmis halda EES samstarfinu en  það er ekki sjálfgefið, að sá samningur verði i boði, a.m.k verður að semja um öll þessi atriði. Menn verða að átta sig á því, að EES samningurinn er á milli ESB og EFTA.Aðeins  þau ríki,sem eru aðilar að öðru hvoru bandalaginu geta fengið aðild að EES samningnum.Bretar ætla út úr ESB og það þýðir,að þeir fara líka út úr EES nema þeir gangi aftur í EFTA eða nái sérsamningi.-Mer fannst einnig gæta nokkursn misskilnings hjá utanríkisráðherra á þessu máli.Ég hef t.d.enga trú á,að Bretar geri tvíhliða samning við Ísland áður en þeir ljúka samningum við ESB.Og það er heldur ekki unnt að virkja EFTA í málinu á meðan ekki er vitað hvort Bretar ætla að ganga aftur í EFTA. En ef til vill finnst Bretum lélegt að þurfa að ganga veginn alveg til baka. Utanríkisráðherra gerði lítið úr slæmum áhrifum fyrir Ísland. Jú,það dregur eitthvað úr útflutningi til Bretlands og ferðamannastraumur frá Bretlandi getur minnkað ,sagði hún.En stjórnvöld  hafa ekki áhyggjur af því.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum!

Fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum samkvæmt nýrri skoðunarkönnun Félagsvísindastofnunar. Flokkurinn er kominn niður fyrir 20%.Þetta er flokkurnn,sem var um langt skeið með 35-40% fylgi.Hann er nú orðinn milliflokkur að stærð og ef þetta hrun heldur áfram eins og búast má við má reikna með að Sjálfstæðisflokkurinn verði orðinn smáflokkur von bráðar.Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19,7% og Framsókn mælist með 9,5%; var með 24% í kosningunum.Stjórnarflokkarnir eru því með undir 30% samanlagt,eða 29,2%.Þeir eru löngu búnir að missa meirihlutann. Þeir eru rúnir trausti.

Piratar eru stærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni.Þeir eru með 28%.En hvers vegna hrynur fylgið af stjórnarflokkunum báðum? Ég tel,að það sé vegna mikilla svika við kjósendur. Framsókn lofaði að afnema verðtrygginguna en hefur ekkert gert í því. Hún lofaði að lækka skuldir heimilanna um 300 milljarða en það skrapp saman í 82 milljarða. Og báðir hafa flokkarnr framið gífurleg kosningasvik við aldraða og öryrkja. Þeir hafa svikið kosningaloforð um að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans en það þarf að hækka lífeyri um 20-25% til þess að efna þetta loforð.Stjórnarflokkarnir hafa svikið þetta loforð. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið loforðið um að afnema tekjutengingar almannatrygginga vegna aldraðra.

Hér áður kusu menn alltaf sama flokkinn hvernig svo sem þeir höguðu sér. Það er liðin tíð.Nú skipta menn um flokk ef þeirra flokkur stendur sig ekki. Þess vegna rjúka Píratar og Viðreisn upp.Það þýðir ekki lengur að hundsa kjósendur. Það þýðir ekki að svíkja kjósendur.

 

Björgvin Guðmundsson


Ellilífeyrir hærri á kreppuárunum en á síðasta ári sem hlutfall af lágmarkstekjum

Ráðherrarnir eru alltaf að guma af því hvað  ástandið í efnahagsmálum sé orðið gott og skilja má á þeim,að nógir peningar séu til.Tryggingastofnun hefur birt tölur um greiðslur almannatrygginga til einhleypra ellilífeyrisþega ( með eingr.) í hlutfalli af lágmarkstekjum (með eingr.)Þá kemur sú furðulega staðreynd í ljós,að ellilífeyrir er hærri á kreppuárunum,en á síðasta ári þegar ráðherrarnr þóttust vera að hækka lífeyrinn.Árið 2009 í kreppunni er lífeyrir einhleypra eldri borgara 115% af lágmarkstekjum en árið 2015 er hlutfallið 94,5% af lágmarkstekjum.Það sama blasir við ef hlutföllin eru athuguð hjá eldri borgurum sem eru i hjónabandi eða í sambúð.

 Ég hef skrifað um það,að kjör eldri borgara og öryrkja hafi ekki batnað þrátt fyrir fullyrðingar ráðherranna um annað. Og það er staðfest í tölum Tryggingastofnunar. Ríkisstjórnin heldur kjörum aldraðra og öryrkja niðri þó komið sé góðæri að því,er þeir segja.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 24. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband