Fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum!

Fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum samkvæmt nýrri skoðunarkönnun Félagsvísindastofnunar. Flokkurinn er kominn niður fyrir 20%.Þetta er flokkurnn,sem var um langt skeið með 35-40% fylgi.Hann er nú orðinn milliflokkur að stærð og ef þetta hrun heldur áfram eins og búast má við má reikna með að Sjálfstæðisflokkurinn verði orðinn smáflokkur von bráðar.Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19,7% og Framsókn mælist með 9,5%; var með 24% í kosningunum.Stjórnarflokkarnir eru því með undir 30% samanlagt,eða 29,2%.Þeir eru löngu búnir að missa meirihlutann. Þeir eru rúnir trausti.

Piratar eru stærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni.Þeir eru með 28%.En hvers vegna hrynur fylgið af stjórnarflokkunum báðum? Ég tel,að það sé vegna mikilla svika við kjósendur. Framsókn lofaði að afnema verðtrygginguna en hefur ekkert gert í því. Hún lofaði að lækka skuldir heimilanna um 300 milljarða en það skrapp saman í 82 milljarða. Og báðir hafa flokkarnr framið gífurleg kosningasvik við aldraða og öryrkja. Þeir hafa svikið kosningaloforð um að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans en það þarf að hækka lífeyri um 20-25% til þess að efna þetta loforð.Stjórnarflokkarnir hafa svikið þetta loforð. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið loforðið um að afnema tekjutengingar almannatrygginga vegna aldraðra.

Hér áður kusu menn alltaf sama flokkinn hvernig svo sem þeir höguðu sér. Það er liðin tíð.Nú skipta menn um flokk ef þeirra flokkur stendur sig ekki. Þess vegna rjúka Píratar og Viðreisn upp.Það þýðir ekki lengur að hundsa kjósendur. Það þýðir ekki að svíkja kjósendur.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband