Ellilífeyrir hærri á kreppuárunum en á síðasta ári sem hlutfall af lágmarkstekjum

Ráðherrarnir eru alltaf að guma af því hvað  ástandið í efnahagsmálum sé orðið gott og skilja má á þeim,að nógir peningar séu til.Tryggingastofnun hefur birt tölur um greiðslur almannatrygginga til einhleypra ellilífeyrisþega ( með eingr.) í hlutfalli af lágmarkstekjum (með eingr.)Þá kemur sú furðulega staðreynd í ljós,að ellilífeyrir er hærri á kreppuárunum,en á síðasta ári þegar ráðherrarnr þóttust vera að hækka lífeyrinn.Árið 2009 í kreppunni er lífeyrir einhleypra eldri borgara 115% af lágmarkstekjum en árið 2015 er hlutfallið 94,5% af lágmarkstekjum.Það sama blasir við ef hlutföllin eru athuguð hjá eldri borgurum sem eru i hjónabandi eða í sambúð.

 Ég hef skrifað um það,að kjör eldri borgara og öryrkja hafi ekki batnað þrátt fyrir fullyrðingar ráðherranna um annað. Og það er staðfest í tölum Tryggingastofnunar. Ríkisstjórnin heldur kjörum aldraðra og öryrkja niðri þó komið sé góðæri að því,er þeir segja.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband