Eftir að efna stærsta kosningaloforðið við aldraða!

Nú eru aðeins 4 mánuðir til kosninga.Og aðeins 2 mánuðir eftir af starfstíma alþingis. Samt bólar ekkert á því að stjórnarflokkarnir efni stærsta kosningaloforðið,sem þeir gáfu eldri borgurum og öryrkjum fyrir þingkosningarnar 2013.Stærsta kosningaloforðið er loforðið um að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans.Til þess að standa við þetta loforð og leiðrétta lífeyrinn þarf að hækka hann um 20-25% eða um 49 þúsund -62 þúsund krónur á mánuði.Það munar um þessa upphæð fyrir aldraða og öryrkja.Þessi upphæð getur einmitt skipt sköpum um það hvort eldri borgari eða öryrki geti framfleitt sér af lífeyrinum miðað við að ekki sé um aðrar tekjur að ræða.Fulltrúar stjórnarflokkanna segja,að staða ríkissjóðs sé góð svo og ástandið í þjóðarbúskapnum yfirleitt. Það á því að vera mjög auðvelt að efna þetta loforð nú.

 

Björgvin Guðmundsson

 


" Aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna".

"Skal þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur."Þannig segir í lögum um málefni aldraðra.Þau fjalla fyrst og fremst um heilbrigis-og félagsþjónustu aldraðra.En þegar þessi lagaákvæði bætast við almenn lagaákvæði um bann við mismunun í stjórnarskrá og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum er ljóst,að það er stranglega bannað að mismuna öldruðum og raunar öllum.Samkvmt stjórnarskránni á að gæta jafnréttis og jafnræðis.

Rannsakað hefur verið hvort mismunað er á sjúkrahúsum og í heilbrigðiskerfinu yfirleitt.Og niðurstaðan var sú,að það hefði verið gert.Þeir sem yngri voru nutu iðulega forgangs en þeir eldri voru í mörgum tilvikum  látnir sitja á hakanum.Þetta kemur glöggt fram á hjúkrunarheimilum. Ef sjúklingar þar veikjast alvarlega eru þeir yfirleitt ekki sendir á spítala þó ekki sé unnt að veita þeim fullnægjandi meðferð á hjúkrunarheimilinu.Þetta er skýrt brot á lögunum um málefni aldraðra,sem vitnað er í hér í upphafi.Einnig á,að virða sjálfsákvörðunarrétt  aldraðra.Mikill misbrestur er á,að það sé gert.Það þarf að fara yfir öll þessi mál og tryggja að lögum sé framfylgt.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 8. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband