Eftir að efna stærsta kosningaloforðið við aldraða!

Nú eru aðeins 4 mánuðir til kosninga.Og aðeins 2 mánuðir eftir af starfstíma alþingis. Samt bólar ekkert á því að stjórnarflokkarnir efni stærsta kosningaloforðið,sem þeir gáfu eldri borgurum og öryrkjum fyrir þingkosningarnar 2013.Stærsta kosningaloforðið er loforðið um að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans.Til þess að standa við þetta loforð og leiðrétta lífeyrinn þarf að hækka hann um 20-25% eða um 49 þúsund -62 þúsund krónur á mánuði.Það munar um þessa upphæð fyrir aldraða og öryrkja.Þessi upphæð getur einmitt skipt sköpum um það hvort eldri borgari eða öryrki geti framfleitt sér af lífeyrinum miðað við að ekki sé um aðrar tekjur að ræða.Fulltrúar stjórnarflokkanna segja,að staða ríkissjóðs sé góð svo og ástandið í þjóðarbúskapnum yfirleitt. Það á því að vera mjög auðvelt að efna þetta loforð nú.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband