" Aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna".

"Skal þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur."Þannig segir í lögum um málefni aldraðra.Þau fjalla fyrst og fremst um heilbrigis-og félagsþjónustu aldraðra.En þegar þessi lagaákvæði bætast við almenn lagaákvæði um bann við mismunun í stjórnarskrá og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum er ljóst,að það er stranglega bannað að mismuna öldruðum og raunar öllum.Samkvmt stjórnarskránni á að gæta jafnréttis og jafnræðis.

Rannsakað hefur verið hvort mismunað er á sjúkrahúsum og í heilbrigðiskerfinu yfirleitt.Og niðurstaðan var sú,að það hefði verið gert.Þeir sem yngri voru nutu iðulega forgangs en þeir eldri voru í mörgum tilvikum  látnir sitja á hakanum.Þetta kemur glöggt fram á hjúkrunarheimilum. Ef sjúklingar þar veikjast alvarlega eru þeir yfirleitt ekki sendir á spítala þó ekki sé unnt að veita þeim fullnægjandi meðferð á hjúkrunarheimilinu.Þetta er skýrt brot á lögunum um málefni aldraðra,sem vitnað er í hér í upphafi.Einnig á,að virða sjálfsákvörðunarrétt  aldraðra.Mikill misbrestur er á,að það sé gert.Það þarf að fara yfir öll þessi mál og tryggja að lögum sé framfylgt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband