"Leiðréttingin" fjármögnuð með lækkun vaxtabóta og barnabóta!

Margir hafa fundið fyrir því núna,að vaxtabætur hafa minnkað mikið.Mönnum bregður við að fá minni vaxtabætur en áður.Alls hafa vaxtabætur og barnabætur minnkað um 57,7 milljarða á núvirði. Fæðingarorlof hefur líka minnkað.Með sama áframhaldi dugar þessi niðurskurður til þess að standa undir allri skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar en hún nam 80 milljörðum að frádregnum einhverjum kostnaði. Auk þess voru í tíð fyrr stjórnar veittir vaxtaafslættir,sem vigtuðu drjúgt.Það er ljóst,að þessi mikli niðurskurður núverandi ríkisstjórnar á margvíslegum bótum mun duga til þess að fjármagna kosningaloforðin um skuldalækkun. Ríkisstjórnin lofaði því að vísu að láta kröfuhafa bankanna fjármagna leiðréttinguna en í stað þess eru skattgreiðendur sjálfir látnir fjármagna leiðréttinguna með sköttum og lækkun vaxtabóta,barnabóta og lækkun fæðingarorlofsgreiðslna.-Byggt á Fréttatímanum

Björgvin Guðmundsson


Ríkisstjórnin ætlar að skila hluta af........... til baka!

 

 

Þegar stjórn Alþýðuflokks,Sjálfstæðisflokks og Sósalistaflokks kom almannatryggingunum á fót 1946 fór það ekki á milli mála fyrir hverja almannatryggingarnir áttu að vera. Tekið var skýrt fra, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til efnahags og stéttar. Þær áttu ekki að vera fátækraframfærsla. Þegar lífeyrissjóðirnir voru  stofnaðir kom það skýrt fram, að þeir áttu að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga. Það kom ekki til greina, að lífeyrissjóðirnir mundu skerða almannatryggingar eins og gerist í dag. Ef það hefði legið fyrir,  þá hefðu launamenn á Íslandi ekki greitt i lífeyrissjóðina.

Eins og eignaupptaka

Ég hef sagt það áður, að skerðing lífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er eins og eignaaupptaka.Áhrifin af þessari gífurlegu skerðingu ríkisins á lífeyri almannatrygginga  eru nákvæmlega eins og  ríkið væri að gera upptækan hluta lífeyris eldri borgara í lífeyrissjóðum. Það er líkast því sem rikið sé að taka hluta lífeyrisins ófrjálsri hendi.Það eru til ljótari orð í íslenskri tungu yfir slikt athæfi.

Ætla að skila hluta  þess,sem tekið er!

En þegar ríkið er búið að leika þann leik árum saman að taka hluta lífeyris eldri borgara reglulega traustataki, kemur ríkisstjórnin fram nú og segist ætla að skila hluta af þessu til baka eða réttara sagt ætla að hætta að taka svona mikið af okkur „ófrjálsri hendi“.Og þá eigum við eldri borgarar að falla fram og þakka fyrir, að við fáum að halda örlitlu meira af þvi, sem við eigum. Já, þakka skyldi þeim.

Hækkun lífeyris er forangsverkefni

Verkefni ríkisstjórnarinnar númer eitt er að hafa lífeyri aldraðra og öryrkja það háan,að hann dugi til sómasamlegrar framfærslu.Ríkisstjórnin svíkst um það. Hún hækkar ekki lífeyrinn um eina krónu.Hún leggur fram tillögur um óbreyttan lífeyri.Þó vita allir, að það er ekki unnt að lifa af honum.En verkefni ríkisstjórnarinnar númer tvö er að afnema tekjutengingarnar, afnema skerðingar með öllu. Það á ekki að draga úr þeim; það á að afmema þær. Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði eldri borgurum því fyrir síðustu kosningar,  að svo yrði gert.Við það á að standa

 

Björgvin Guðmundsson

 


Mannréttindi brotin á öldruðum og öryrkjum á hverjum degi!

Ísland er aðili að mörgum alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Mikilvægastur þeirra er mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt henni eiga allir rétt á félagslegu öryggi. Og allir eiga rétt á lífskjörum, sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan þeirra og fjölskyldna þeirra svo og rétt á félagslegri þjónustu, rétt til öryggis vegna veikinda, elli eða annars, sem skorti veldur. Það er ekki verið að framfylgja þessum ákvæðum á sama tíma og hópur aldraðra og öryrkja hefur ekki fyrir mat í lok hvers mánaðar. Og sá sami hópur hefur ekki efni á því að leita læknis eða leysa út lyfin sín. Það er til skammar, að slík fátækt skuli eiga sér stað á Íslandi. Þessi fátækt er blettur á íslensku þjóðinni og þann blett verður að afmá.

Ljóst er samkvæmt framansögðu,að að er verið að brjóta mannréttindi á öldruðum og öryrkjum á hverjum degi.Hvað er unnt að líða það lengi?Ekki neinn tíma

 

Björgvin Guðmundsson


Ráðamenn hundsa óskir aldraðra um kjarabætur!

 

Hvernig stendur á því,að ráðamenn þjóðarinnar hundsa   óskir aldraðra um kjarabætur?

Er það vegna þess,að þeir telji aldraða vel haldna með 185  til 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt..Mundu einhverjir aðrir geta lifað af þessari hungurlús?  Ég held ekki.

Ég er að tala um þá eldri borgara sem einungis hafa lífeyri almannatrygginga til að lifa af.

Það er vissulega rannsóknarefni, að stjórnvöld skuli ekki sýna öldruðum og öryrkjum neinn skilning í kjaramálum. Meira að segja Davíð Oddssyni  ofbýður framkoma ráðamanna við aldraða og öryrkja.

Hann vék að málinu í kosningabaráttunni um forsetaembættið.Hann gagnrýndi,  að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá afturvirkar kjarabætur í lok síðasta árs eins og r aðrir.Hann sagði,að aldraðir og öryrkjar hefðu verið skildir eftir, þegar  aðrir hefðu fengið kjarabætur.Þetta er alveg samhljóða málflutningi  okkar eldri borgara. Það má því með sanni segja,að dropinn holar steininn.

Hver eru baráttumál aldraðra í kjaramálum í dag? Þau eru þessi helst:

Aldraðir vilja, að eldri borgarar,sem ekki hafa neinar tekjur aðrar en lífeyri almannatryggnga geti lifað mannsæmandi lífi af  lífeyri Tryggingastofnunar. Þeir geta það ekki í dag. Margr eldri borgarar,sem eru í þessum sporum verða að neita sér um að fara til læknis, þeir geta ekki leyst út lyfin sín og í vissum tilvikum eiga þeir ekki fyrr mat. Þannig er velferðarþjóðfélagið Ísland í dag. Þetta er hreint mannréttindabrot.Það þarf að hækka lífeyri þessa fólks strax um  a.m.k. 50 þúsund krónur á mánuði. Það er aðeins fyrsta skref. En það þarf að stíga það strax.

Annað baráttumál  okkar eldri borgara er að afnema tekjutengingar í kerfi almannatrygginga.Því var lofað fyrir síðustu alþingiskosningar, að það yrði gert. Formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði því fyrr síðustu kosninga í bréfi til eldri borgara Hann er nú fjármálaráðherra og því hæg heimatökin hjá honum að standa við þetta stóra kosningaloforð sitt.Hann verður að standa við þetta loforð strax og þing  kemur saman í ágúst.Geri hann það ekki, getur hann ekki boðið sig fram til þings á ný.Stjórnmálamenn geta ekki gefið stór kosningaloforð,svikið þau og komið svo aftur til kjósenda eins og ekkert hafi í skorist. Sá tími á að vera liðinn á Íslandi.Það er ástæða fyrir því, að  nýir flokkar fá nú mest fylgi í skoðanakönnunum.Ef gömlu flokkarnir ætla að öðlast traust kjósenda á ný verða þeir að taka upp gerbreytt vinnubrögð.Og þeir verða að breytast fyrir kosningar.Ella verður það of seint

Björgvin Guðmundsson

kafli úr ræðu í Iðnó 1.júlí 2016 á kynningarfundi Flokks fólksins.

 


Bloggfærslur 2. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband