"Leiðréttingin" fjármögnuð með lækkun vaxtabóta og barnabóta!

Margir hafa fundið fyrir því núna,að vaxtabætur hafa minnkað mikið.Mönnum bregður við að fá minni vaxtabætur en áður.Alls hafa vaxtabætur og barnabætur minnkað um 57,7 milljarða á núvirði. Fæðingarorlof hefur líka minnkað.Með sama áframhaldi dugar þessi niðurskurður til þess að standa undir allri skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar en hún nam 80 milljörðum að frádregnum einhverjum kostnaði. Auk þess voru í tíð fyrr stjórnar veittir vaxtaafslættir,sem vigtuðu drjúgt.Það er ljóst,að þessi mikli niðurskurður núverandi ríkisstjórnar á margvíslegum bótum mun duga til þess að fjármagna kosningaloforðin um skuldalækkun. Ríkisstjórnin lofaði því að vísu að láta kröfuhafa bankanna fjármagna leiðréttinguna en í stað þess eru skattgreiðendur sjálfir látnir fjármagna leiðréttinguna með sköttum og lækkun vaxtabóta,barnabóta og lækkun fæðingarorlofsgreiðslna.-Byggt á Fréttatímanum

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband