Aþingi sveik aldraða og öryrkja í fyrra.Hvað nú?

Alþingi sveik aldraða og öryrkja við afgreiðslu fjárlaga í fyrra með því að fella að veita öldruðum og öryrkjum sömu kjarabætur og allir aðrir höfðu fengið.Aldraðir og öryrkjar voru skildir eftir.Aðrir fengu miklar launahækkanir vorið 2015 eins og verkafólk eða um haustið,þegar til dæmis alþingismenn,ráðherrar og dómarar fengu afturvirkar launahækkanir frá 1.mars 2015.Þessir aðilar fengu stórar fúlgur í vasann.

Ég skrifaði sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara forseta alþingis,Einari K. Guðfinnssyni,tölvubréf 2015 og óskaði eftir því,að alþingi afgreiddi kjarabætur til aldraðra og öryrkja og benti á, að um neyðarástand væri að ræða,þar eð sumir aldraðir og öryrkjar ættu ekki fyrir mat i lok mánaðarins. En forseti alþingis hafði ekki rænu á að afgreiða málið. Hann stakk því undir stól.Hins vegar barst honum annað erindi um kauphækkun,sem fékk góðar móttökur hjá forseta. Það var frá umboðsmanni alþingis.Þá hafði forseti fulla rænu og samþykkti ásamt forsætisnefnd að veita umboðsmanni mikla launahækkun, afturvirkt frá 1.mars!Hvernig alþingi gat fellt hóflegar kjarabætur til aldraðra og öryrkja á sama tíma og þingmenn sjálfir voru að fá miklar afturvirkar kauphækkanir er óskiljanlegt.Ljóst er,að þingmenn hafa látið flokksforingjana ráða í þessu máli en ekki fylgt eigin sannfæringu,þar eð margir þeirra höfðu samúð með málstað aldraðra og öryrkja.

Nú er aðeins rúmur mánuður þar til alþingi kemur saman. Ég vil beina því til aldraðra og 0ryrkja að fara strax að athuga hvaða þingmönnum og frambjóðendum er unnt að treysta.Athuga þarf hverjir styðja kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum og ákveða hvað kjósa á með hliðsjón af því.Kjörseðillinn er eina vopn aldraðra og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband