Hver höndin upp á móti annarri í Framsókn!

Sigmundur Davíð berst gegn haustkosningum enda þótt Sigurður Ingi forsætisráðherra hafi samþykkt þær og hann hefur þingrofsvaldið.Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknar á Norðurlandi eystra segir,að Sigmundur Davíð sé að reyna að sprengja stjórnarsamstarfið.Svo ekki er friðinum fyrir að fara í flokknum.Þar er hver höndin upp á móti annarri.

 

Björgvin Guðmundsson


Staðið verði við kosningaloforðin strax!

Það er ekki nóg fyrir aldraða að setja fram ný stefnumál.Það þarf líka að standa við gömlu kosningaloforðin. Það munar um framkvæmd þeirra í kjaramálunum:

1.Kjaragliðnunin.Leiðrétta þarf lífeyri aldraðra og öryrkja strax á þinginu í næsta mánuði vegna kjaragliðnunarinnar 2009-2013 en báðir stjórnarflokkarnir  lofuðu þessari leiðréttingu. Við hana verða þeir að standa. Þetta stóra loforð hefur átt stóran þátt í að stjórnarflokkarnir komust til valda 2013.

2. Framkvæma þarf loforð Bjarna Benediktssonar um afnám tekjutengingar.

3.Ljúka þarf afturköllun kjaraskerðingar frá 2009.Og ekki gengur að taka til baka það,sem núverandi ríkisstjórn afturkallaði 2013, svo sem grunnlífeyri og frítekjumark atvinnutekna.Grunnlífeyrir á að haldast en núverandi ríkisstjórn hyggst afnema hann.

Nú eru síðustu forvöð af standa við kosningaloforðin.Það verður að gera það í næsta mánuði,þegar þingið kemur saman.Kjósendur munu fylgjast með því.

 

Björgvin Guðmundsson


Helstu baráttumál aldraðra í dag!

Helstu baráttumál aldraðra í kjaramálum í dag eru þessi:

Lífeyrir verði hækkaður um a.m.k.  50 þúsund krónur á mánuði hjá þeim,sem hafa einungis tekjur frá almannatryggingum og hækki hlutfallslega hjá öðrum. Hækkun þessi gildi einnig fyrir öryrkja.

Allar tekjutengingar verði afnumdar: Hætt verði að skerða lífeyri almannatrygginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Gildi einnig fyrir öryrkja.

Hætt verði að skerða lífeyri almannatrygginga vegna atvinnutekna og fjármagnstekna.Gildi einnig fyrir öryrkja.

Atvinnutekjur aldraðra og öryrkja verði skattfrjálsar.

Þetta eru helstu baráttumálin í kjaramálum.Eins og þetta er í dag er bæði verið að skerða tekjur   aldraðra og öryrkja mikið vegna atvinnu með því að skerða lífeyri TR en einnig  er verið að skerða tekjurnar vegna skatta.Afnema þarf hvort tveggja.Það á heldur ekki að rífa af lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum þó aldraðir eigi nokkrar krónur í banka.Tökum dæmi: Eldri borgari selur íbúð og ætlar sð kaupa minni íbúð í staðinn eins og verið er að hvetja til.Hann geymir aurana í banka á meðan hann leitar að minni íbúð. En þá ryðjast stjórnvöld inn í bankabók hans í bankanum rétt á meðan og skerða lífeyri hans hjá TR mikið . Þetta er siðlaust.Og þetta verður að stöðva.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 27. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband