Staðið verði við kosningaloforðin strax!

Það er ekki nóg fyrir aldraða að setja fram ný stefnumál.Það þarf líka að standa við gömlu kosningaloforðin. Það munar um framkvæmd þeirra í kjaramálunum:

1.Kjaragliðnunin.Leiðrétta þarf lífeyri aldraðra og öryrkja strax á þinginu í næsta mánuði vegna kjaragliðnunarinnar 2009-2013 en báðir stjórnarflokkarnir  lofuðu þessari leiðréttingu. Við hana verða þeir að standa. Þetta stóra loforð hefur átt stóran þátt í að stjórnarflokkarnir komust til valda 2013.

2. Framkvæma þarf loforð Bjarna Benediktssonar um afnám tekjutengingar.

3.Ljúka þarf afturköllun kjaraskerðingar frá 2009.Og ekki gengur að taka til baka það,sem núverandi ríkisstjórn afturkallaði 2013, svo sem grunnlífeyri og frítekjumark atvinnutekna.Grunnlífeyrir á að haldast en núverandi ríkisstjórn hyggst afnema hann.

Nú eru síðustu forvöð af standa við kosningaloforðin.Það verður að gera það í næsta mánuði,þegar þingið kemur saman.Kjósendur munu fylgjast með því.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband