Helstu baráttumál aldraðra í dag!

Helstu baráttumál aldraðra í kjaramálum í dag eru þessi:

Lífeyrir verði hækkaður um a.m.k.  50 þúsund krónur á mánuði hjá þeim,sem hafa einungis tekjur frá almannatryggingum og hækki hlutfallslega hjá öðrum. Hækkun þessi gildi einnig fyrir öryrkja.

Allar tekjutengingar verði afnumdar: Hætt verði að skerða lífeyri almannatrygginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Gildi einnig fyrir öryrkja.

Hætt verði að skerða lífeyri almannatrygginga vegna atvinnutekna og fjármagnstekna.Gildi einnig fyrir öryrkja.

Atvinnutekjur aldraðra og öryrkja verði skattfrjálsar.

Þetta eru helstu baráttumálin í kjaramálum.Eins og þetta er í dag er bæði verið að skerða tekjur   aldraðra og öryrkja mikið vegna atvinnu með því að skerða lífeyri TR en einnig  er verið að skerða tekjurnar vegna skatta.Afnema þarf hvort tveggja.Það á heldur ekki að rífa af lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum þó aldraðir eigi nokkrar krónur í banka.Tökum dæmi: Eldri borgari selur íbúð og ætlar sð kaupa minni íbúð í staðinn eins og verið er að hvetja til.Hann geymir aurana í banka á meðan hann leitar að minni íbúð. En þá ryðjast stjórnvöld inn í bankabók hans í bankanum rétt á meðan og skerða lífeyri hans hjá TR mikið . Þetta er siðlaust.Og þetta verður að stöðva.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband