Framkvæmd lífeyrismála aldraðra hér brot á mannréttindum!

Ég geri eftirfarandi athugasemdir við framkvæmd lífeyrismála (almannatryggingar og lífeyrissjóði)aldraðra og öryrkja og tel hana brjóta í bága við mannréttindi:

1.Lífeyrir aldraðra og öryrkja,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum,dugar ekki til framfærslu.Samkvæmt 76.grein stjórnarskrárinnar eiga þeir,sem þess þurfa að fá aðstoð frá ríkinu.Ég tel hina naumu skömmtun til aldraðra og öryrkja brot á þessari grein og mannréttindabrot.

2.Lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum er verulega skertur vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Með þeirri framkvæmd njóta aldraðir og öryrkjar ekki lífeyris úr lífeyrissjóðum að fullu,þegar þeir fara á eftirlaun.Það er eins og eignaupptaka. Eignaupptaka er einnig brot á stjórnarskránni.Ég tel það ganga á svig við manréttindi að taka af öldruðum og öryrkjum lífeyri,sem þeir hafa safnað alla ævi.Launþegum var sagt,þegar lífeyrissjóðir voru stofnaðir, að þeir ættu að  vera viðbót við almannatryggingar en ekki valda skerðingu á lífeyri þeirra.

3.Aldraðir,sem fara út á vinnumarkaðinn,þegar þeir komast á eftirlaun, sæta  miklum skerðingum lífeyris almannatrygginga og skattlagningu vegna atvinnutekna.Ég tel það mannréttindabrot.

4.Ef aldraðir og öryrkjar leggja fjármuni í banka t.d. vegna þess að þeir skipta í minni íbúð eru fjármagnstekjur látnar valda skerðingu lífeyris hjá almannatryggingum.Ríkisvaldið fer inn í bankareikninga aldraðra og öryrkja til þess að geta skert lífeyri vegna fjármagnstekna!Ég tel það mannréttindabrot.

5.Þegar eldri borgarar fara á hjúkrunarheimili vegna heilsubrests er allur lífeyrir þeirra tekinn ófrjálsri hendi af af Tryggingastofnun og kostnaður við vist á hjúkrunarheimili  greiddur af þessum lífeyri.Þetta er ekkert borið undir sjúklingana. Síðan skammtar Tryggingastofnun sjúklingum á hjúkrunarheimilum nauma  vasapeninga,sem þó eru tekjutengdir og skertir,ef viðkomandi sjúklingur hefur einhverjar tekjur.Þetta er algert mannréttindabrot. Á hinum Norðurlöndunum halda eldri borgarar sínum lífeyri þegar þeir fara á hjúkrunarheimili og greiða sjálfir fyrir kostnaðinn þar.

Fleiri atriði mætti nefna,sem eru mannréttindabrot í framkvæmd lífeyrismála aldraðra og öryrkja á Íslandi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband