Vandræðaástand í hjúkrunarmálum aldraðra

 

Enda þótt kjaramál aldraðra séu brýn og brenni á þeim eru  fleiri mál, sem varða aldraða. Til dæmis rikir vandræðaástand í hjúkrunarmálum aldraðra. Þegar eldri borgarar eru búnir að missa heilsuna og geta ekki lengur dvalist í heimahúsum  sækja þeir um dvöl á  hjúkrunarheimilum.En það er ekki auðhlaupið að því að komast þar inn. Biðlistar eru mjög langir; það getur tekið 6 mánuði  og jafnvel miklu lengri tíma að komast inn á hjúkrunarheimili. Það er óviðunandi ástand.En ekki nóg með það: Hjúkrunarheimilin eru  í fjársvelti og geta ekki ráðið nægilega mikið fagmenntað fólk. Það vantar tilfinnanlega hjúkrnarfræðinga á hjúkrunarheimillin.En auk þess er stórlega undirmannað á hjúkrunarheimilum vegna fjárskorts. Það  vantar því bæði fleiri ný hjúkrunarheimili til þess að útrýma biðlistunum og meira fjármagni til heimilanna svo þau geti verið með nægilega margt fagmenntað fólk og nægilega margt starfsfólk yfirleitt.Annað er ekki forsvaranlegt.

Stjórnmálamenn  og fleiri segja oft í hátíðarræðum, að stuðla þurfi að því, að aldraðir geti dvalist sem lengst í heimahúsum í stað þess að fara á hjúkrunarheimili.Þetta hljómar vel. En það er ekkert gert í því að  greiða fyrir því,að eldri borgarar geti verið sem lengst heima.Ekki neitt.Hér þarf breytt vinnubrögð. Það þarf að efla heimaþjónustu og heimahúkrun, það þarf fleiri hjúkrunarheimili og það þarf aukið fjármagn til hjúkrunarheimila.

 

Björgvin Guðmundsson


Afnema verður kröfur TR um endurgreiðslur!

Um þessar mundir eru margir  eldri borgarar og öryrkjar í miklum vandræðum vegna þess,að þeir hafa fengið bréf frá Tryggingastofnun,þar sem þeir eru krafðir um háa endurgreiðslu á þeim forsendum,að þeir hafi fengið ofgreiðslu.Sumir hafa fengið háa reikninga. Þetta er ótækt og þetta þekkist ekki á hinum Norðurlöndunum.

Af hverju þarf þetta að vera öðru vísi hér? Er það vegna þess,að Tryggingastofnun kunni ekki að reikna? Margir hafa spurt þannig. Það er kannski of mikil einföldun. Aðalástæðan er sú,að það eru svo miklar tekjutengingar hér,svo miklar skerðingar. Það er verið að skerða vegna atvinnutekna,lífeyris úr lífeyrissjóði og vegna fjármagsntekna.Með því að afnema skerðingarnar eins og fjármálaráðherra lofaði fyrir kosningar,falla ofgreiðslur og endurgreiðslur niður.En auk þess tel að með nútíma tækni eigi að vera unnt að komast nær réttu lagi fyrirfram en gert hefur verið.

Það verður að afnema endurkröfurnar.Það verður að afnema tekjutengingarnar.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

 

 

 


Aþingi sveik aldraða og öryrkja í fyrra.Hvað nú?

Alþingi sveik aldraða og öryrkja við afgreiðslu fjárlaga í fyrra með því að fella að veita öldruðum og öryrkjum sömu kjarabætur og allir aðrir höfðu fengið.Aldraðir og öryrkjar voru skildir eftir.Aðrir fengu miklar launahækkanir vorið 2015 eins og verkafólk eða um haustið,þegar til dæmis alþingismenn,ráðherrar og dómarar fengu afturvirkar launahækkanir frá 1.mars 2015.Þessir aðilar fengu stórar fúlgur í vasann.

Ég skrifaði sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara forseta alþingis,Einari K. Guðfinnssyni,tölvubréf 2015 og óskaði eftir því,að alþingi afgreiddi kjarabætur til aldraðra og öryrkja og benti á, að um neyðarástand væri að ræða,þar eð sumir aldraðir og öryrkjar ættu ekki fyrir mat i lok mánaðarins. En forseti alþingis hafði ekki rænu á að afgreiða málið. Hann stakk því undir stól.Hins vegar barst honum annað erindi um kauphækkun,sem fékk góðar móttökur hjá forseta. Það var frá umboðsmanni alþingis.Þá hafði forseti fulla rænu og samþykkti ásamt forsætisnefnd að veita umboðsmanni mikla launahækkun, afturvirkt frá 1.mars!Hvernig alþingi gat fellt hóflegar kjarabætur til aldraðra og öryrkja á sama tíma og þingmenn sjálfir voru að fá miklar afturvirkar kauphækkanir er óskiljanlegt.Ljóst er,að þingmenn hafa látið flokksforingjana ráða í þessu máli en ekki fylgt eigin sannfæringu,þar eð margir þeirra höfðu samúð með málstað aldraðra og öryrkja.

Nú er aðeins rúmur mánuður þar til alþingi kemur saman. Ég vil beina því til aldraðra og 0ryrkja að fara strax að athuga hvaða þingmönnum og frambjóðendum er unnt að treysta.Athuga þarf hverjir styðja kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum og ákveða hvað kjósa á með hliðsjón af því.Kjörseðillinn er eina vopn aldraðra og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 3. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband