Vandræðaástand í hjúkrunarmálum aldraðra

 

Enda þótt kjaramál aldraðra séu brýn og brenni á þeim eru  fleiri mál, sem varða aldraða. Til dæmis rikir vandræðaástand í hjúkrunarmálum aldraðra. Þegar eldri borgarar eru búnir að missa heilsuna og geta ekki lengur dvalist í heimahúsum  sækja þeir um dvöl á  hjúkrunarheimilum.En það er ekki auðhlaupið að því að komast þar inn. Biðlistar eru mjög langir; það getur tekið 6 mánuði  og jafnvel miklu lengri tíma að komast inn á hjúkrunarheimili. Það er óviðunandi ástand.En ekki nóg með það: Hjúkrunarheimilin eru  í fjársvelti og geta ekki ráðið nægilega mikið fagmenntað fólk. Það vantar tilfinnanlega hjúkrnarfræðinga á hjúkrunarheimillin.En auk þess er stórlega undirmannað á hjúkrunarheimilum vegna fjárskorts. Það  vantar því bæði fleiri ný hjúkrunarheimili til þess að útrýma biðlistunum og meira fjármagni til heimilanna svo þau geti verið með nægilega margt fagmenntað fólk og nægilega margt starfsfólk yfirleitt.Annað er ekki forsvaranlegt.

Stjórnmálamenn  og fleiri segja oft í hátíðarræðum, að stuðla þurfi að því, að aldraðir geti dvalist sem lengst í heimahúsum í stað þess að fara á hjúkrunarheimili.Þetta hljómar vel. En það er ekkert gert í því að  greiða fyrir því,að eldri borgarar geti verið sem lengst heima.Ekki neitt.Hér þarf breytt vinnubrögð. Það þarf að efla heimaþjónustu og heimahúkrun, það þarf fleiri hjúkrunarheimili og það þarf aukið fjármagn til hjúkrunarheimila.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband