Fjármálaráðherra beitir blekkingum!

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður að því á alþingi í vikunni hvort hann teldi,að hann hefði staðið við loforð sitt til aldraðra um að afnema tekjutengingar lífeyris aldraðra.Bjarni svaraði: Já ég held,að við höfum staðið afskaplega vel við það loforð.Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að afnema  tekjutengingu grunnlífeyris. Hér beitir ráðherrann grófum blekkingum. Hann þykist ekki vita hverju hann lofaði með loforði sínu:

1.Hann lofaði að afnema alla skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR vegna allra greiðslna úr lífeyrissjóðum,ekki aðeins vegna grunnlífeyris.Lífeyrissjóðsgreiðslur valda einnig skerðingum tekjutryggingar og heimilisuppbótar.

2.Hann lofaði að afnema alla skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR vegna atvinnutekna.

3. Hann lofaði að afnema skerðingu lífeyris vegna fjármagnstekna. 

Það átti samkvæmt loforðinu að afnema þessar skerðingar alveg.

Bjarni hefur hvorki afnumið skerðingar vegna atvinnutekna né fjármagnstekna. Og hann hefur aðeins afnumið 5-10% skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Ríkisstjórn Jóhönnu ákvað að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning á grunnlífeyri.Við það hlutu þeir sem höfðu mjög háan lífeyrissjóð skerðingu og misstu grunnlífeyri. Breyting núverandi stjórnar þýddi,að þessir hátekjumenn fengu grunnlífeyri sinn á ný.En Bjarni lofaði miklu meira. Hann lofaði að afnema alla skerðingu lífeyris TR vegna allra greiðslna úr lífeyrissjóði,þ.e, líka hjá þeim,sem hafa mjög lítinn lífeyrissjóð.Bjarni beitir hér grófum blekkingum og reynir að telja fólki trú um að hann sé að uppfylla loforð sitt,þegar hann er í raun að efna aðeins örlítinn hluta þess,sennilega aðeins 5% og varla það.En að lokum má svo bæta við,að samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra á að afturkalla leiðréttingu grunnlífeyris og fella hann niður á ný hjá þeim tekjuhærri.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Kosningaloforðin: Lífeyrir hækki strax og skerðingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði hætt alveg

Um það leyti sem ráðherrarnir Bjarni Benediktssson og Eygló Harðardóttir ákváðu það í fyrra,að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá neina hækkun lífeyris í 8 mánuði sagði Sigmundur Davíð,þá forsætisráðherra að hækkun aldraðra og öryrkja yrði sú mesta í sögunni. Það reyndust 12 þúsund krónur eftir skatt!Sennilega hefur Sigmundur Davíð meint,að launahækkun ráðherrann yrði sú mesta í sögunni en þeir Bjarni og Eygló fengu 900 þúsund króna kauphækkun (9 mánuði til baka)! En sjálfur fékk hann enn meira. Samt neituðu allir ráðherrarnr öldruðum og 0ryrkjum um afturvirka kauphækkun eins og þeir fengu sjálfir.

Nú er Bjarni Benediktsson farinn að nota sama orðalag og Sigmundur Davið og segir,að hækkun sú á "bótum" TR sem ríkisstjórnin hafi veitt sé sú mesta í sögunni.Bjarni er sennilega að tala um þessa 12 þúsund króna hækkun!Aðra hækkun hafa aldraðir og öryrkjar ekki fengið.

 Eygló Harðardóttir kvaðst ekki geta samþykkt fjármálaáætlun ríkisstjórnarnnar ,þar eð framlög til lífeyrisþega væru of lág.Hún kom auga á það þó seint væri.Sigmundur Davíð hefur einnig vitkast þó seint væri. Hann sagði á INN sjóvarpi,að það þyrfti að bæta kjör aldraðra og öryrkja.

Með hliðsjón af þessum yfirlýsingum ættu þessir aðilar að geta sameinast um það með Bjarna að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja frá 2013 og hækka lífeyri strax um 23 % til þess leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans.Síðan þarf einnig að afnema skerðingar lífeyris TR vegna lífeyrissjóðs og vegna tekna af atvinnu og fjármagni samkvæmt loforði Bjarna um afnám tekjutenginga.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 25. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband