Er Bjarni orðinn krati?

Allt þetta kjörtímabil hefur Bjarni Ben barist eins og grenjandi ljón gegn kjarabótum til handa öldruðum og öryrkjum.Í þingræðu sagði hann,að lífeyrisþegar mættu ekki fá of miklar "bætur". Þeir mættu ekki fá hærri lífeyri en næmi lágmarkslaunum,þar eð þá yrði enginn hvati fyrir þá að fara út á vinnumarkaðinn!M.ö.o. Hann vildi reka aldraða, áttræða og et vil vill níræða út á vinnumarkaðinn!Það varð lýðum ljóst,að Bjarni Ben stóð gegn öllum kjarabótum til handa öldruðum og öryrkjum og til þeirra,sem minna mega sín. Jafnvel Eygló Harðardóttur ofbauð andstaða Bjarna Ben við kjarabætur lífeyrisþega og til velferðarmála yfirleitt.Fór hún í fjölmiðla og sagðist hafa átt í slagsmálum við fjármálaráðherra vegna andstöðu hans við kjarabætur aldraðra og öryrkja og andstöðu hans við framlög til velferðarmála yfirleitt. En nú korteri fyrir kosningar kemur Bjarni Ben hlaupandi og segist vilja bæta hag þeirra sem minna mega sín. Heldur hann að kjósendur séu fábjánar? Þetta er loddaraskapur á hæsta stigi.

Það glumdu í hádeginu fréttir um ,að Sjálfstæðisflokkurinn,skv frásögn Bjarna Ben, vildi nú bæta hag þeirra,sem minna mega sín.Maður gæti haldið að Bjarni væri orðinn krati!

Hvernig á nokkur maður að trúa Bjarna,sem er í farabroddi þeirra ráðherra,sem hafa svikið kosningaloforðin við aldraða og öryrkja frá síðustu kosningum og segir í umræðum,að hvítt sé svart og svart sé hvítt. Ég segi eins og Kári Stefánsson,þegar hann skrifaði um Bjarna: Það er ekki hægt að taka mark á þessum mönnum. 

Ef Bjarni Ben vill gera tilraun til þess að láta trúa sér þrátt fyrir fyrri svik ætti hann strax  á morgun að leggja fyrir alþingi frumvarp um 56 þúsund króna hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja og koma því í gegn fyrir þinglok. Hann væri þá að efna eitt kosningaloforðið.Hann gæti gert tilraun með það.Ella trúir honum ekkki nokkur maður.

Björgvin Guðmundsson


Engin leið að lifa mannsæmandi lífi af því,sem stjórnvöld skammta þeim eldri borgurum,sem verst eru staddir

"Mér hefur runnið til rifja hvað illa er búið að þeim eldri borgurum,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.Ég sá fljótt,að engin leið var að lifa mannasæmandi lífi af því ,sem stjórnvöld skömmtuðu þessum hóp eldri borgara.Og það var eins og að tala við steinvegg að tala við stjórnvöld um að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Það er alveg sama hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd.Stjórnvöld virðast alltaf neikvæð gagnvart eldri borgurum.Þetta er mjög undarlegt,þar eð eldri borgarar hafa byggt upp  þjóðfélag okkar í dag og eiga stærsta þáttinn í þeim lífskjörum,sem við búum  nú við.En það er eins og ráðamenn telji þjóðfélagið ekki hafa efni á því að búa öldruðum sómasamleg lífskjör."

Svo segir í inngangi bókar minnar " Bætum lífi við árin,baráttan fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja".Greinasafni. Það er úrval greina,sem ég hef skrifað í dagblöðin síðustu 12 árin.Greinarnar eru orðnar yfir 600 talsins. Bókin er komin í bókaverslanir.

Björgvin Guðmundsson


Allir leiðtogar stjórnarflokkanna hafa brugðist öldruðum og öryrkjum!

Hvaða leiðtogar stjórnarflokkanna,Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bera ábyrgð á algerum svikum á kosningaloforðunum,sem veitt voru öldruðum og öryrkjum 2013? Svarið er: Allir leiðtogarnir bera ábyrgð  á svikunum.

Af hálfu Framsóknar bera 3 flokksleiðtogar ábyrgð á þessum miklu svikum: Sigmundur Davíð formaður og forsætisráðherra lengst af,Sigurður Ingi varaformaður og forsætisráðherra nú og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.Af hálfu Sjálfstæðisflokksins bera þessir höfuðábyrgð á svikunum: Bjarni Benediktsson formaður og fjármálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson varaformaður og heilbrigðisráðherra.

Eins og ég hef margoft tekið fram var stærsta. loforðið,sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum það,að lífeyrir yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar krepputímans.Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á flokksþingi sínu 2013 að lífeyrir aldraðra yrði strax ( að lokunm kosningum) hækkaður til samræmis við hækkun lægstu launa.Skýrara gat þetta ekki verið. En svikin eru einnig alveg skýr: Ekkert hefur verið gert í þessu máli.Ekkert hefur verið gert til þess að efna þetta fyrirheit.Það hefur verið algerlega svikið.

Framsóknarflokkurinn samþykkti á sínu flokksþingi 2013 að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar ( kjaraskerðingar) krepputímans,2009-2013.Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi bera jafna ábyrgð á þessu loforði ásamt Eygló Harðardóttur sem gerð var að ráðherra málaflokksins,málefna aldraðra og öryrkja o.fl. En þau öll sviku þetta loforð.Sigurður Ingi minnist aldrei á, að eftir sé að uppfylla það. Sigmundur Davíð er sá eini af þeim þremenningum sem viðurkennir að eftir sé að efna loforðið við aldraðra og öryrkja.En vegna fyrri svika treysta menn honum ekki.Sigurður Ingi talaði um það í ræðu 17.júní,að enginn ætti að líða skort hér en samt hefur hann ekkert gert í því að bæta kjör aldraðra og öryrkja enda þótt þeir verst stöddu meðal þeirra eigi ekki fyrir mat í lok mánaðar. Ræða hans reyndist orðagjálfur.-Það þarf að hækka lífeyri um a.m.k. 23%,56.580 kr til þess að efna þetta stóra loforð;mundi skipta sköpum.

Ég geri engan mun á leiðtogum stjórnarflokkanna í þessu efni. Þeir bera allir jafnmikla ábyrgð á þeim miklu svikum sem þeir hafa framið gegn öldruðum og öryrkjum.Það eru örfáir dagar eftir af þinginu. Þeir geta hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja verulega á þeim tíma,ef þeir vilja. Það tekur einn dag. Það tók einn dag að hækka eftirlaun ráðherra og æðstu embættismanna þjóðarinnar; þegar þau voru hækkuð umfram eftirlaun allra annarra í þjóðfélaginu.Það var eitthvað mesta skammarverk,sem alþingi hefur unnið.

 Björgvin Guðmundsson 


Bloggfærslur 25. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband