Þing og ríkisstjórn fallin á tíma!

Undanfarið hefur ríkisstjórn og þingmeirihluti sýnt þinginu algera lítilsvirðingu.Ráðherrar hafa ekki látið sjá sig í þingsölum.Þeir hafa verið í kosningabaráttu og verið á fundum úti í bæ.Og hið sama hefur verið að segja um stjórnarmeirihlutann.En í stað þess að viðurkenna að þing og stjórn eru fallin á tíma hafa þessir aðilar neitað að horfast í augu við staðreyndir og reyna að hanga á völdunum eftir að þau eru töpuð.Stjórnin hefur ekki getað komið sér saman um hvaða mál hún vill fá afgreidd á þingi áður en þingið hættir.Þingi átti samkvæmt starfsáætlun að ljúka í gær,29.september.Það verður þingfundur á mánudag. En í stað þess að leggja fram nýja starfsáætlun  svarar þingforseti engu um framhaldið. Hann getur engu svarað.Því hann ræður engu.Það er ríkisstjórnin sem stjórnar þinginu og því er framkvæmdavald og löggjafarþing ekki aðskilið eins og menn eru alltaf að telja sér trú um.Þingmenn reyna oft að telja sér trú um að þingið sé sjálfstætt og hafi völd. En það er misskilningur. Ríkisstjórnin ræður öllu og kúgar þingið,ef það vill.Og það er einmitt það,sem er að gerast nú.Ríkisstjórnin ákvað sjálf að stytta þingið en stjórnin gerði það með hundshaus og hefur aldrei verið sátt við það. En tíminn er útrunninn og stjórnin verður að sætta sig við það. Það er ekki aðeins lítilsvirðing við þingið að halda svona áfram heldur einnig lítilsvirðing á lýðræðinu ,þar eð það er verið að gera frambjóðendum erfitt fyrir að undirbúa kosningar með því að teygja þingið meira en eðlilegt getur talist.

 

Björgvin Guðmundsson


Málefni aldraðra og öryrkja: Ráðherrarnir á hröðu undanhaldi!

Í kosningasjónvarpi fyrir þingkosningarnar 2013 var Kristján Þór Júlíusson spurður hvað yrði hans fyrsta verk, ef hann kæmist til valda.Hann svaraði: Að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Hann komst til valda en hann stóð ekki við loforð sitt ekki frekar en Bjarni Ben.

Mér kom þetta loforð Kristjáns Þórs í hug,þegar ég horfði á hann í kosningasjónvarpi um heilbrigðis-og velferðarmál í gærkveldi.Hann lofaði á ný öllu fögru og tók undir mál annarra frambjóðenda um að lágmarksframfærsla aldraðra og öryrkja þyrfti að vera  300 þúsund á mánuði.Sama gerði Bjarni Ben á fundi Félags eldri borgara og Gráa herrsins í fyrrakvöld.En ég trúi ekki einu einasta orði hjá þessum mönnum.Þegar þeir ætla að endurtaka sama leikinn nú korteri fyrir kosningar og lofa öldruðunm og öryrkjum öllu fögru hvarflar ekki að mér að trúa þeim. Þeir eru á hröðu undanhaldi. Þeir eru hræddir við kjósendur og þeir eru hræddir við samtakamátt aldraðra. Þeir sjá,að málflutningur okkar er réttur. Það er ekki unnt að lifa af þeirri hungurlús,sem þeir hafa skammtað eldri borgurum og öryrkjum. En í stað þess að byrja loforðaleikinn á ný geta þeir framkvæmt hækkun lífeyris strax. Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pirata spurði réttra spurninga í kosningasjónvarpinu í gær.Hann spurði: Af hverju hækkið þið þetta ekki strax. Og það er heila málið. Ríkisstjórnin getur lagt fyrir alþingi strax í dag,að lífeyrir verði hækkaður í 300 þúsund strax,ekki 2018,heldur strax. Það væri ekki vegna þess að launþegar hafa samið um 300 þúsund á mánuði. Nei það væri til þess að efna kosningfaloforðið frá 2013 um að leiðrétta lífeyrir vegna kjaragliðnunar krepputímans.Til þess að framkvæma það þarf að hækka lífeyri strax um 56.580 kr. Við það færi lífeyrir í rúmar 300 þúsund strax. Ríkið tekur 60 þúsund af því í skatt þannig að þetta eru ekki nema 240 þúsund netto og það er í raun of lítið en gott fyrsta skref. Ef ríkisstjórnin gerir þetta ekki er ekkert að marka fagurgala hennar um að hún vilji hækka lífeyri svo og svo mikið.Það er ekki unnt að treysta loforðum þessara manna.Aðeins athöfnum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 30. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband