Málefni aldraðra og öryrkja: Ráðherrarnir á hröðu undanhaldi!

Í kosningasjónvarpi fyrir þingkosningarnar 2013 var Kristján Þór Júlíusson spurður hvað yrði hans fyrsta verk, ef hann kæmist til valda.Hann svaraði: Að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Hann komst til valda en hann stóð ekki við loforð sitt ekki frekar en Bjarni Ben.

Mér kom þetta loforð Kristjáns Þórs í hug,þegar ég horfði á hann í kosningasjónvarpi um heilbrigðis-og velferðarmál í gærkveldi.Hann lofaði á ný öllu fögru og tók undir mál annarra frambjóðenda um að lágmarksframfærsla aldraðra og öryrkja þyrfti að vera  300 þúsund á mánuði.Sama gerði Bjarni Ben á fundi Félags eldri borgara og Gráa herrsins í fyrrakvöld.En ég trúi ekki einu einasta orði hjá þessum mönnum.Þegar þeir ætla að endurtaka sama leikinn nú korteri fyrir kosningar og lofa öldruðunm og öryrkjum öllu fögru hvarflar ekki að mér að trúa þeim. Þeir eru á hröðu undanhaldi. Þeir eru hræddir við kjósendur og þeir eru hræddir við samtakamátt aldraðra. Þeir sjá,að málflutningur okkar er réttur. Það er ekki unnt að lifa af þeirri hungurlús,sem þeir hafa skammtað eldri borgurum og öryrkjum. En í stað þess að byrja loforðaleikinn á ný geta þeir framkvæmt hækkun lífeyris strax. Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pirata spurði réttra spurninga í kosningasjónvarpinu í gær.Hann spurði: Af hverju hækkið þið þetta ekki strax. Og það er heila málið. Ríkisstjórnin getur lagt fyrir alþingi strax í dag,að lífeyrir verði hækkaður í 300 þúsund strax,ekki 2018,heldur strax. Það væri ekki vegna þess að launþegar hafa samið um 300 þúsund á mánuði. Nei það væri til þess að efna kosningfaloforðið frá 2013 um að leiðrétta lífeyrir vegna kjaragliðnunar krepputímans.Til þess að framkvæma það þarf að hækka lífeyri strax um 56.580 kr. Við það færi lífeyrir í rúmar 300 þúsund strax. Ríkið tekur 60 þúsund af því í skatt þannig að þetta eru ekki nema 240 þúsund netto og það er í raun of lítið en gott fyrsta skref. Ef ríkisstjórnin gerir þetta ekki er ekkert að marka fagurgala hennar um að hún vilji hækka lífeyri svo og svo mikið.Það er ekki unnt að treysta loforðum þessara manna.Aðeins athöfnum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband