Stjórnarsáttmálinn:Engin hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja!

Stjórnarsáttmáli nýju ríkisstjórarinnar var kynntur í dag.Mér lék hugur á að vita hvort ríkisstjórnin ætlaði að gera eitthvað til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja,sem aðeins hafa lífeyri frá almannatryggingum.En svo var ekki.Sá lífeyrir á ekki að hækka um eina krónu.Sama hungurlúsin og fráfarandi ríkisstjórn ákvað á að gilda áfram.

 

Hins vegar á eitthvað að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna.Það hefur verið gífurleg óánægja með það að frítekjumarkið skyldi lækkað úr 109 þúsund  kr í 25 þúsund kr á mánuði.Félag eldri borgara í Reykjavík hefur mótmælt þessu harðlega og ég hef skrifað margar mótmælagreinar gegn þessu.Ekki hefur verið talið stætt á því lengur að standa gegn hækkun frítekjumarksins:Það er gott svo langt sem það nær að hækka þetta frítekjumark en mikilægara er þó að hækka lífeyri þeirra,sem þurfa að lifa af lífeyri TR eingöngu.Þessi lífeyrir er svo lágur,að mjög erfitt er að framfleyta sér á honum.Hann verður að hækkka.

Ríkisstjórnin nýja segist ætla að hækka lífeyrisaldurinn í áföngum.Fráfarandi stjórn ætlaði einnig að gera það en hörfaði frá því. Það sparar ríkinu stórfé að hækka eftirlaunaaldurinn og þess vegna er þetta ákvæði nú komið þarna inn aftur.Það á að láta eftirlaunamennina sjálfa greiða aukin útgjöld í kerfinu.

 

Björgvin Guðmundsson 

 


Braut Bjarni siðareglur?

Umboðsmaður alþingis fær það til meðferðar hvort Bjarni Benediktsson,fráfarandi fjármálaráðherra, hafi brotið siðareglur ráðherra með  því að halda skýrslu um aflandseignir og skattaskjól leyndri fram yfir kosningar.Svandís Svavarsdóttir,formaður þingflokks VG telur hugsanlegt, að þetta sé brot á siðareglum, þar eð í þeim segi,að stjórnvöld eigi að birta almenningi  strax opinberar skýrslur nema það brjóti í bága við almannaheill.Hún hefur vísað málinu til umboðsmanns alþingis.

 Opinber skýrsla um aflandseignir,fjármuni i skattaskjólum, var tilbúin 13.september sl.Þingið hætti störfum 13.oktober. Það var því nægur tími til þess að leggja skýrsluna fyrir þingið og efnahags-og viðskiptanefnd þingsins og kynna hana almenningi,En Bjarni Benediktsson ákvað að birta skýrsluna ekki.Hann stakk henni undir stól.Skýringar hans á því athæfi halda ekki vatni. Hann sagði,að ekki hefði verið tími til þess að leggja hana fyrir efnahags-og viðskiptanefnd fyrir kosningar.Það er rangt.Það var nógur tími,heill mánuður. En auk þess var unnt að birta hana almenningi um leið og hún var tilbúin.Ljóst er,að Bjarni hefur ekki viljað að skýrslan kæmi fram fyrir kosningar og yrði til umræðu í kosningunum.Það komu fram óþægilegar staðreyndir í skýrslunni um gífurleg skattaundanskot frá 1990 eða yfir 100 milljarða  undanskot vegna þess að fjármunir voru settir í skattaskjól og ekki gefnir upp að fullu til skatts hér.Bjarni var sjálfur í Panamaskjölunum, þar eð hann var í skattaskjóli,sjálfur fjármálaráðherrann og axlaði ekki ábyrgð af því.Hugsanlegt er,að skýrslan hefði haft áhrif á kosningaúrslitin, ef hún hefði verið til umræðu í kosningabaráttunni eins og eðlilegt hefði verið.Lítið sem ekkert var rætt um Panamaskjölin í kosningabaráttunni,aðeins á fyrsta fundi með frambjóðendum en síðan ekki söguna meir eins og málið hefði verið tekið út af dagskrá.

Það er furðulegt,að sá maður sem stakk skýrslu um skattaskjólin undir stól og var sjálfur í Panamaskjölunim skuli nú leiddur til forsætis í nýrri ríkisstjórn!Slíkt ætti ekki að geta gerst.

 

Björgvin Guðmundssont


Ekki nægilega margir hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilum

 

 

 

Gefinn hefur verið út rammasamningur milli Sjúkratrygginga Íslands,Sambands ísleskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um þá þjónustu,sem hjúkrunarheimili og dvalarheimili aldraðra eiga að veita.Samkvæmt samningnum munu greiðslur ríkisins til þeirra stofnana,sem samningurinn tekur til, nema 30 milljörðum á ári.Í tengslum við gerð samingsins var fjallað um viðmið Landlæknis varðandi lágmarks mannafla  á hjúkrunarheimilum,lágmarks fjölda hjúkrunarfræðinga og annarra faglærðra starfsmanna.Mikil  brögð hafa verið af því undanfarin ár, að hjúkrunarheimili hafi ekki uppfyllt lágmarksviðmið Landlæknis varðandi fjölda hjúkrunarfræðinga og annars fagfólks.Formaður og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu telja, að ástæða þess að ekki hafi tekist að uppfylla skilyrði (viðmið) Landlæknis í þessu efni sé fjárskortur; ríkið hafi ekki látið hjúkrunarheimilum í té nægilegt fé.Fjármagnið, sem ríkið láti hjúkrunarheimilum og dvalarheimilum í té í dag og undanfarið  dugi hvergi nærri til þess að standa við viðmið Landlæknis varðandi lágmarks mönnun

Formaður Samtaka  fyrirtækja í velferðarþjónustu, Pétur Magnússon, og varaformaður samtakanna,Björn Bjarki Þorsteinsson, skrifuðu nýlega grein i Morgunblaðið um nýja rammasamninginn.Ekki kemur fram í greininni hvort árlegt framlag ríkisins til hjúkrunarheimila og fleiri stofnana,sem samingurinn tekur til, muni duga til þess að standa við viðmið Landlæknis varðandi lágmarks mönnun fagfólks á umræddum stofnunum. Það er slæmt,að það skyldi ekki koma fram,þar eð hér er um að ræða eitt mikilvægasta atriðið í sambandi við rekstur hjúkrunarheimila,Til þess að heimilin séu örugg  þurfa að vinna nægilega margir hjúkrunarfræðingar á heimilunum svo og nægilega margir aðrir faglærðir.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 10. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband